Það er fullyrt að samstarf Liverpool og Nike sé á enda þegar þessu tímabili er lokið.
Þar segir að Liverpool sé búið að skrifa undir samning við Adidas sem taki við búningum félagsins á næsta ári.
Liverpool hefur oft leikið í búningi frá Adidas og samstarf þeirra er að hefjast á nýjan leik.
Búist er við að Liverpool fái auknar tekjur inn með þessu en samningar stærstu félaga í Evrópu hafa hækkað nokkuð síðustu ár.
Adidas mun hefja að framleiða búninga Liverpool og þeir ættu að fara í sölu næsta sumar.
OFFICIAL:@adidas have secured Liverpool.
Our love affair with the German brand starts again from next season.
[@Footy_Headlines] pic.twitter.com/JsqUr1tdGY
— Watch LFC (@Watch_LFC) September 9, 2024