John O’Shea aðstoðarþjálfari Írlands segir að Heimir Hallgrímsson ráði öllu þegar kemur að liðsvali og öðru, hann segir ótrúlegt að þurfa að svara þessu.
O’Shea var ráðinn inn sem aðstoðarmaður af Heimi þegar hann tók við írska liðinu. O’Shea stýrði liðinu tímabundið áður en Heimir tók við.
O’Shea hafði þó mikið með það að segja hvernig liðið var í fyrsta leik enda var þetta fyrsti leikur Heimis og hann hafði aðeins hitt leikmennina í nokkra daga.
„Þetta er mjög einfalt, planið var klárt fyrir verkefnið til að gefa þjálfaranum tíma til að undirbúa sig,“ sagði O’Shea.
„Það þarf enginn að óttast neitt, stjórinn er stjórinn og það er alveg á hreinu.“
„Við vorum með plan fyrir verkefnið og það var enginn ástæða að breyta því,“ sagði O’Shea en írska liðið tapaði gegn Englandi á laugardag.
„Ég er aðstoðarþjálfari, leikmennirnir vita að Heimir ræður.“