fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Hnífstungumálið: Uppnám þegar Erni var hjálpað að forðast ljósmyndara – Brotaþoli segist þurfa að horfa á örin sín daglega

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 9. september 2024 13:00

Vilhjálmur Vilhjálmsson, verandi mannsins, við upphaf réttarhaldanna. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppnám varð í dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar Örn G. Sigurðsson, sakborningur í skelfilegu hnífstungumáli, hugðist yfirgefa réttarsalinn. Hann hafði þá gefið skýrslu í röska klukkustund og komið var að skýrslutöku brotaþola í málinu.

Málið er óvenjulegt en sakborningurinn, sem sakaður er um að ráðast á ókunnugt fólk úti á götu í Vesturbænum og stinga manninn tvisvar með hnífi, er enginn utangarðsmaður. Hann er atkvæðamikill og vinnusamur verktaki og fjölskyldufaðir, býr með sambýliskonu og þremur börnum í Vesturbænum. Kvöldið fyrir þessa örlagaríku nótt eldaði hann fyrir fjölskylduna og drakk rósavín með sambýliskonunni. Hann vaknaði síðan um miðja nótt, klæddi sig í vinnufötin sín og gekk niður í miðbæ. Man hann atburðarásina eftir það mjög slitrótt en lýsir sig saklausn af árásinni og segir að það hafi verið ráðist á sig.

Sjá einnig: Hnífstungumálið í Vesturbænum:Örn neitar sök – „Ég man að ég var að flýja“

Örn sveipaði stórum og hálsklút yfir höfuð sitt og (að hluta ) búk áður en hann yfirgaf réttarsalinn. Hann treysti sér hins vegar ekki til að fara út úr salnum þar sem fyrir utan var blaðaljósmyndari. Lögreglumenn sem voru í fylgd Arnar sögðu að ljósmyndarinn neitaði að yfirgefa svæðið þar til sakborningurinn kæmi fram. Dómarinn, Sigríður Hjaltested héraðsdómari, bað ljósmyndarann um að ræða við sig og eftir nokkra rekistefnu samþykkti ljósmyndarinn að mynda ekki sakborninginn, treglega þó.

Lögreglumennirnir stungu upp á því (í gríni) að handtaka ljósmyndarann.

Þegar ljósmyndari DV freistaði þess að ná mynd af sakborningnum í upphafi réttarhaldanna skýldi Vilhjálmur, verjandi hans, honum bak við hurðina að dómsalnum.

Reyndi að fá leigubílstjóra til að keyra sig á slysadeildina

Brotaþolinn er erlendur maður sem gaf skýrslu á ensku með aðstoð túlks. Maðurinn er rúmlega meðalhár, grannur og fíngerður. Hann lýsti atburðum kvöldsins en hann var á gangi með skólasystur sinni, þau höfðu verið saman í samkvæmi með öðrum skólafélögum og ákváðu að verða samferða heim þar sem þau eru nágrannar. Af lýsingum mannsins að dæma átti árásin sér stað á Hofsvallagötu og Túngötu, en ekki á mótum Hofsvallagötu og Hringbrautar, eins og áður hefur komið fram, en þangað bárust aðilar málsins en þá var parið, að sögn brotaþola, á hlaupum á flótta undan árásarmanninum, Erni.

Er þau voru stödd mitt á milli Landakotsskóla og Landakotsspítala urðu þau vör við Örn sem var á gangi úti á miðri götu. Þeim leist ekki á það háttalag og höfðu áhyggjur af öryggi mannsins. Þau ákváðu að stoppa manninn og tala við hann, athuga hvort allt væri í lagi með hann. Hann svaraði þeim illa og segir brotaþoli að samtalið hafi verið mjög einkennilegt. Er hann spurði manninn aftur hvort allt væri í lagi með hann svaraði maðurinn með því að slá hann í öxlina. Gerði hann sér þá ekki grein fyrir því að hann hafði í leiðinni í lagt til hans með hnífi. Stuttu síðan sló hann hann í síðuna og var enn með hníf í hendinni sem brotaþolinn varð fyrir.

„Af hverju varstu að reyna að slá mig?“ spurði brotaþolinn en atburðarásin þróast síðan út í flótta og eftirför, brotaþolinn og konan sem var með honum hlupu eftir Hofsvallagötunni og Örn hljóp á eftir þeim. Hann féll síðan við er hann rakst utan í blómaker sem er staðsett á Hofsvallagötunni.

Konan hringdi í lögregluna en brotaþolinn veifaði leigubíl, var hleypt upp í hann og sagði bílstjóranum að keyra sig á slysadeild þar sem honum blæddi. Leigubílstjórinn sagðist fyrst þurfa að skila farþega af sér út á Seltjarnarnes en brotaþolinn sagði að hann yrði að keyra sig fyrst á slysadeildina því hann væri í hættu. Konan hringdi síðan í brotaþolann og sagði að það væri skipun lögreglu að leigubílstjórinn stöðvaði strax. Rétt eftir það kom sjúkrabíll að og keyrt var með brotaþolann á slysadeild. Hinn ákærði, Örn Geirdal Sigurðsson, var hins vegar handtekinn stuttu síðar er hann var á gangi á Bræðraborgarstíg.

Villi þjarmaði að vitninu

Vilhjálmur Vilhjálmsson verjandi spurði vitnið ákveðinna spurninga og sakaði dómarinn hann um að þjarma að vitninu. Vilhálmur sagðist einfaldlega vilja fá staðreyndir málsins fram. Hann spurði vitnið hvers vegna ekki hefði fundist DNA úr honum á hnífnum sem talinn er vera vopn í málinu. Brotaþolinn sagðist ekki vita um það. Hann spurði hann síðan hvers vegna hann hefði sagt: „Hvers vegna ertu að reyna að slá mig?“ og lét í veðri vaka að það táknaði að hinn ákærði hefði ekki slegið hann. Brotaþoli hló að spurningunni en sagðist hafa sagt þetta vegna þess að hann taldi að Örn væri að reyna að slá sig í andlitið. Það breytti engu um það að hann hefði slegið hann í öxlina og síðuna. Vilhjálmur spurði líka hvers vegna maðurinn hefið tekið leigubíl út á Seltjarnarnes ef honum lá svo á að komast á slysadeildina (en þangað var förinni heitið með farþega sem var fyrir í bílnum). „Ég var öskrandi allan tímann, ég þarf að komast á spítalann, leigubílstjórinn hlýddi ekki,“ sagði brotaþolinn. Vilhjálmur spurði manninn síðan hvort hann hefði haft ástæðu til forðast lögregluna (af því hann tók leigubíl) og því svaraði maðurinn þannig að hann hafi reynt að veifa lögreglunni og fá hana til að stoppa. Hann hafi enga ástæðu haft til að forðast lögregluna.

Örin minna hann daglega á atburðinn

Þegar brotaþolinn var spurður út í langvarandi afleiðingar af árásinni lýsti hann einkennum í handleggsvöðvum og liðamótum auk taugaskemmda í mjöðm. Varðandi andleg áhrif sagðist hann daglega vera minntur á atburðinn, t.d. með því að hann þurfi að sækja vinnu í Landakotsspítala þar sem hann starfar en fyrir utan þá byggingu segir hann Örn hafa stungið sig. Einnig er hann minntur á þetta með því að hann þurfi að handleika hnífa við matseld og borðhald. Einnig sagðist hann á hverjum degi sjá örin sem hann ber á líkamanum eftir árásina og þau viðhaldi minningunni um þetta áfall.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“