fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fókus

J.Lo og Matt Damon héldust í hendur á meðan þau áttu innilegt samtal

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 9. september 2024 12:59

Jennifer Lopez og Matt Damon. Myndir/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söng- og leikkonan Jennifer Lopez og leikarinn Matt Damon voru mynduð haldast í hendur og virtust eiga í einlægum samræðum á kvikmyndahátíðinni í Toronto.

Lopez stendur nú í skilnaði við leikarann Ben Affleck, sem er góður vinur Matt Damon. Þeir hafa unnið saman að mörgum verkefnum um árabil.

Samkvæmt heimildarmanni People spjölluðu Lopez og Damon saman í rúmlega 20 mínútur. „Þau byrjuðu að taka og áttu langt og djúpt samtal,“ sagði heimildarmaðurinn.

Þau voru í eftirpartýi til að fagna nýju kvikmynd þeirra, Unstoppable, sem var frumsýnd á föstudaginn. Lopez leikur í myndinni og Damon og Affleck eru framleiðendur. Affleck mætti ekki á viðburðinn.

Page Six birti fleiri myndir.

Það virðist því allt vera í góðu milli J.Lo og Damon, en hann stendur einnig þétt við bak vinar síns.

Nokkrum dögum eftir að Lopez sótti um skilnað fór Affleck út að borða með Damon og eiginkonu hans og dætrum og virtist vera hinn kátasti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið
Fókus
Í gær

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bogi kaupir á Brúnastöðum

Bogi kaupir á Brúnastöðum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kærastinn hættur að veita henni athygli – Íhugar að verða klámstjarna

Kærastinn hættur að veita henni athygli – Íhugar að verða klámstjarna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur sannfærðir um að þetta hafi verið leynileg skilaboð Bieber til fyrrverandi

Aðdáendur sannfærðir um að þetta hafi verið leynileg skilaboð Bieber til fyrrverandi