Lopez stendur nú í skilnaði við leikarann Ben Affleck, sem er góður vinur Matt Damon. Þeir hafa unnið saman að mörgum verkefnum um árabil.
Samkvæmt heimildarmanni People spjölluðu Lopez og Damon saman í rúmlega 20 mínútur. „Þau byrjuðu að taka og áttu langt og djúpt samtal,“ sagði heimildarmaðurinn.
Þau voru í eftirpartýi til að fagna nýju kvikmynd þeirra, Unstoppable, sem var frumsýnd á föstudaginn. Lopez leikur í myndinni og Damon og Affleck eru framleiðendur. Affleck mætti ekki á viðburðinn.
See Jennifer Lopez and Matt Damon hold hands during intimate conversation at TIFF amid Ben Affleck divorce https://t.co/hsqLEQlKS4 pic.twitter.com/YVsdIJFQSU
— Page Six (@PageSix) September 9, 2024
Það virðist því allt vera í góðu milli J.Lo og Damon, en hann stendur einnig þétt við bak vinar síns.
Nokkrum dögum eftir að Lopez sótti um skilnað fór Affleck út að borða með Damon og eiginkonu hans og dætrum og virtist vera hinn kátasti.