Tvö stórlið í Evrópu fylgjast náið með málefnum Mohamed Salah sem verður samningslaus næsta sumar hjá Liverpool.
Salah er 32 ára gamall en er einn besti leikmaður í heimi og hefur reynst magnaður fyrir Liverpool.
Franskir miðlar segja að bæði PSG og Juventus séu á tánum og vilji reyna að fá Salah frítt næsta sumar.
Salah hefur rætt það að mögulega sé þetta hans síðasta tímabil á Anfield en hann hefur þó áhuga á því að vera áfram á Anfield.
Salah er einnig sterklega orðaður við lið í Sádí Arabíu sem gætu gert hann að launahæsta leikmanni í heimi.