fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Pressan

Flugdólgur fékk makleg málagjöld

Pressan
Mánudaginn 9. september 2024 10:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómstóll í Ástralíu hefur dæmt karlmann til að greiða sem nemur tæplega 800 þúsund krónum í skaðabætur vegna dólgslegrar hegðunar um borð í flugvél sem var á leið frá Perth til Sydney í fyrra.

Hegðun mannsins varð til þess að flugstjóri vélarinnar taldi nauðsynlegt að snúa vélinni við skömmu eftir að hún fór í loftið, en til að gera það þurfti hann að losa eldsneyti úr vélinni þar sem hún var of þung. Var manninum gert að greiða flugfélaginu eldsneytiskostnaðinn, eða samtals tæplega 800 þúsund krónur. Þar að auki var hann sektaður um tæplega 900 þúsund krónur.

Maðurinn játaði sök sína þegar hann kom fyrir dóm í Perth á föstudag og féll dómurinn sama dag.

Shona Davis, yfirmaður hjá áströlsku alríkislögreglunni, segir við fjölmiðla að þetta mál ætti að verða öðrum víti til varnaðar – það geti haft afdrifaríkar afleiðingar að hegða sér illa um borð í flugvél.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við