Virgil van Dijk hefði áhuga á því að gera tveggja ára samning við Liverpool en hann verður samningslaus næsta sumar.
Van Dijk, Mo Salah og Trent Alexander-Arnold eru allir á sama stað og gætu farið frítt frá Liverpool ef ekkert breytist á næstu mánuðum.
Van Dijk er 33 ára gamall en er enn einn besti varnarmaður í fótboltanum.
„ÉG er Virgil van Dijk og er enn mikill leiðtogi, ég vil vera það í tvö ár í viðbót,“ segir Van Dijk í viðtali í heimalandi sínu.
„Þú hugsar um allt þegar þú veist stöðuna þína,“ segir Van Dijk sem ýjar að því að hann vilji vera áfram hjá Liverpool.