fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Veturinn minnir á sig í dag: „Norðanátt með talsverðri snjókomu“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. september 2024 07:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru ýmist gular eða appelsínugular veðurviðvaranir í gildi fyrir norðan og austan í dag og fram á morgundaginn en þar verður heldur kalt í veðri miðað við síðustu daga og talsverðri úrkomu spáð.

Gul viðvörun tók gildi á Norðurlandi eystra á miðnætti og tekur appelsínugul viðvörun við klukkan 18 í kvöld. „Norðvestanátt með talsverðri snjókomu,“ segir á vef Veðurstofunnar en gert er ráð fyrir norðvestan 10 til 15 metrum á sekúndu og talsverðri snjókomu á fjallvegum, einkum á Tröllaskaga. Samgöngutruflanir eru líklegar og ekki mælt með ferðalögum. Appelsínugul viðvörun er í gildi til klukkan 18 á morgun.

Svipað er uppi á teningnum á Ströndum og Norðurlandi vestra. Gul viðvörun er þar í gildi og tekur sú appelsínugula við klukkan 18. „Norðanátt með talsverðri snjókomu,“ segir á vef Veðurstofunnar og eru ferðamenn hvattir til að vera ekki á ferðinni.

Á Austurlandi tekur gul viðvörun gildi með morgninum og appelsínugul viðvörun tekur við um miðjan dag á morgun. Gert er ráð fyrir éljagangi fyrir austan, einkum á fjallvegum og gæti færð spillst. Á morgun má aftur á móti gera ráð fyrir talsverðri snjókomu á fjallvegum á þessum slóðum og eru samgöngutruflanir sagðar líklegar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á þriðjudag:

Norðan og norðvestan 10-18 m/s, en snarpir vindstrengir við fjöll sunnantil. Talsverð rigning eða slydda norðan- og austanlands, en annars skýjað með köflum. Dregur úr vindi vestanlands og úrkomu á Norðvesturlandi um kvöldið. Hiti 4 til 11 stig, hlýjast sunnanlands.

Á miðvikudag:

Norðan 8-18 m/s, hvassast austast, en hægari norðvestanlands. Skúrir eða él norðaustantil, en annars víða léttskýjað. Hiti 4 til 11 stig, svalast norðaustantil. Víða næturfrost inn til landsins.

Á fimmtudag:

Norðvestan 13-20 m/s og skúrir eða él norðaustantil og hvassast á annesjum þar, en annars mun hægari og víða bjart veður. Hiti 3 til 11 stig að deginum, hlýjast syðst.

Á föstudag:

Vaxandi austanátt, bjart framan af en þykknar smám saman upp. Minnkandi norðvestanátt norðaustantil og stöku él eða skúrir. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:

Norðaustlæg átt, dálítil rigning sunnan- og austanlands, en annars þurrt. Áfram kalt í veðri, einkum fyrir norðan.

Á sunnudag:

Lægir og léttir víða til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“