fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fréttir

Hundi haldið sofandi eftir amfetamíneitrun – Vara hundaeigendur við Geirsnefi

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 8. september 2024 14:30

Gucci og séð yfir hluta af Geirsnefni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hundur af tegundinni míníature pinscher liggur nú þungt haldinn á Dýraspítalanum í Garðabæ eftir amfetamíneitrun á föstudag.

Eigendur hundsins fóru með hann á lausagöngusvæðið á Geirsnefi á föstudag, kom eitrunin í ljós eftir að hundurinn hagaði sér óvenjulega fljótlega eftir komuna á svæðið og hélt sú hegðun áfram eftir heimkomu.

„Við fjölskyldan tókum hundana okkar í Geirsnef í gær (föstudag), eftir sirka svona 10 min byrjaði annar hundinn okkar að haga sér mjög sérkennilega og ólíkur sér. Hann var óvenjulega æstur, andar hratt og hlaupa í marga hringi án þess að stoppa. Við fórum með hann heim og þessi hegðun stoppaði ekki og hann var bara meira æstur með tímanum. Við ákvæðum að taka hann á neyðarvaktina og þá var fundið amfetamín eitrun í blóðinu hans. Þetta hlýtur þá vera eitthvað sem hann óvart þefaði á Geirsnefi,“ segir einn eigenda hundsins, Gunnsteinn Hafliðason, í færslu á Facebook stuttu eftir miðnætti í dag.

Vara hundaeigendur við Geirsnefi meðan málið er skoðað

Í Facebook-hópnum Hundasamfélagið birti Guðfinna Kristinsdóttir, einn stjórnanda hópsins, færslu í dag þar sem hún biður hundaeigendur um að fara varlega við Geirsnef. 

„Það er hundur á neyðarvaktinni sem er talinn hafa fengið amfetamín eitrun eftir lausagöngu á Geirsnefi á föstudaginn. Það sást ekki til hans ná í neitt en hann verður veikur stuttu eftir lausagönguna. Hann hefur þurft að vera í svæfingu meira og minna síðan hann kom á Neyðarvaktina og er í rannsóknum og meðhöndlun. Þar sem er ekki vitað með hvaða hætti hann fær eitrunina, þá viljum við vinsamlegast biðja fólk að fara varlega um Geirsnefið á meðan þetta er skoðað.“

Í athugasemdum við færsluna bætir Guðfinna við hundurinn hafi líklegast komist í eitthvað á bílastæðinu, og hann hafi byrjað að sýna einkenni á 10 mínútum eftir Geirsnefið. „Hann er búinn að vera í krampaköstum, í raun almenn eitrunareinkenni, en það var tekin blóðprufa þar sem mældist amfetamín.“

 Og aðspurð um hversu fljótt einkenni koma fram segir Guðfinna: „Það fer líklega eftir því í hvernig formi hundurinn fékk eitrunina, ef hann sniffar eitthvað upp eru viðbrögðin fljót að koma fram, en ef þetta er til dæmis tafla fer það eftir styrkleika. Til dæmis eru adhd lyf með amfetamín leysandi efni í, en í mun minna mæli.“

Segir hún að Dýraspítalinn muni tilkynna málið til lögreglu og að verið sé að vinna í að fá botn í málið. „Á meðan er mælt með að fólk hafi augun opin og jafnvel geymi Geirsnefið þar til er búið að skoða þetta betur.“

Gucci
Mynd: Facebook

Furða sig á háum kostnaði

Í athugasemdum við færsluna furðuðu margir sig á háum kostnaði og töldu margir að hreinlega væri um svikafærslu að ræða. Fullvissaði Guðfinna þá sem tjáðu sig við færsluna að hún væri búin að vera í sambandi við eigandann, sem vissulega væri alvöru einstaklingur. Fyrrum eigandi hundsins tjáði sig einnig og sagði núverandi eigendur Gucci einstaklega gott fólk. 

Sandra Ósk Jóhannsdóttir, meðlimur í Hundasveitinni, hóp sjálfboðaliða innan frumkvöðlafyrirtækisins Dýrfinnu, sem sérhæfir í leit að týndum hundum tjáir sig og segir kostnaðinn því miður geta orðið svona hár:

„Kostnaður að hafa hund á gjörgæslu síðan á föstudag getur vel verið milljón kr. plús en dýralæknir og dýrahjúkrunarfræðingur þurfa að vera yfir honum allan sólarhringinn. Það getur kostað sitt þar sem hundurinn er ekki tryggður og dýralæknaþjónusta er ekki niðurgreidd eins og heilbrigðiskerfið okkar mannana er. En ég er hins vegar sammála því að það er nauðsynlegt að sýna fram á sundurliðun reikninga til að algjört gagnsæi sé í málinu og mér skilst að þau séu að græja alla reikninga til að sýna kostnað núna. Dýraspítalinn ætlar að tilkynna lögreglu um þetta.“

Eigandinn hefur nú birt reikning frá Dýraspítalanum í Garðabæ, og mun á morgun fá sundurliðanan reikning frá Dýraklíníkinni á Höfða þangað sem þau leituðu fyrst með hundinn.

Þau sem vilja styrkja eigendur Gucci með fjárframlögum geta lagt inn á neðangreindan reikning:

Kennitala: 1712002610

Reikningur: 0115-26-171200

Reikningur frá Dýraspítalanum á Höfða
Mynd: Facebook
Mynd: Facebook

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Í gær

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Í gær

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja banna innflutning frá Temu og Shein

Vilja banna innflutning frá Temu og Shein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óánægjualda rís vegna umdeildra kaupa og áskrifendur flýja- „Það er fráleitt að kaupa sorpritið Mannlíf til þess að Reynir Traustason megi eiga áhyggjulaust ævikvöld“

Óánægjualda rís vegna umdeildra kaupa og áskrifendur flýja- „Það er fráleitt að kaupa sorpritið Mannlíf til þess að Reynir Traustason megi eiga áhyggjulaust ævikvöld“