Wayne Rooney viðurkennir að það haf verið nokkuð ógnvekjandi að snúa aftur á Old Trafford í gær.
Rooney skoraði frábært aukaspyrnumark í góðgerðarleik á Old Trafford en hann er í dag stjóri Plymouth í næst efstu deild.
Rooney er ekki í besta standinu en stóðst væntingar í þessum leik en hann er goðsögn á meðal stuðningsmanna United sem og Englands.
Englendingurinn hefur ekki spilað keppnisleik í rúmlega þrjú ár en hann lagði skóna á hilluna sumarið 2021.
,,Já ég er allt í lagi með boltann en þetta snýst bara um hlaupagetuna!“ sagði Rooney í samtali við MUTV.
,,Ég freistaðist til þess að skjóta meira á markið en vildi líka halda boltanum. Þetta var ansi ógnvekjandi ef ég á að vera hreinskilinn.“
,,Þetta er fyrsti leikur sem ég hef spilað í langan tíma, það er þó alltaf gaman að hitta fyrrum liðsfélaga og spila með leikmönnum sem þú spilaðir aldrei með á ferlinum.“