Bestu kvennalið Íslands fengu skell í Meistaradeildinni í dag en leikið var í undankeppninni.
Breiðablik fékk lið Sporting Lisbon í heimsókn hér heima og þurfti að sætta sig við 2-0 tap í viðureigninni.
Blikar eru úr leik í keppninni eftir tapið en liðið spilaði nokkuð vel á köflum gegn ansi sterkum andstæðingum.
Valur fékk þá stærri skell í Hollandi en liðið mætti Twente og tapaði þar 5-0 og er einnig úr leik.
Breiðablik 0 – 2 Sporting
0-1 Telma Encarnacao
0-2 Telma Encarnacao
Twente 5 – 0 Valur
1-0 Charlotte Hulst
2-0 Charlotte Hulst
3-0 Nikee van Dijk
4-0 Kayleigh van Dooren
5-0 Nikee van Dijk