Meistaraflokkar kvenna í bæði handbolta og fótbolta lentu í árekstri í dag er liðin voru á heimleið eftir keppnisleiki.
Það er ÍBV sem greinir frá þessu á samskiptamiðlum en ferðast var í rútu.
ÍBV tekur fram að engin í leikmannahópnum hafi slasast alvarlega en einhver minniháttar meiðsli áttu sér stað.
Meistaraflokkur kvenna ÍBV spilaði við Þór Akureyri í Lengjudeildinni í dag en tapaði viðureigninni 5-0.
Sem betur fer eru stelpurnar í fínu lagi en hvar áreksturinn átti sér stað er ekki tekið fram.