Jorge Jesus, þjálfari Al-Hilal í Sádi Arabíu, vill ekki skrá stórstjörnu liðsins, Neymar, í hópinn fyrir komandi verkefni.
Ástæðan er nokkuð einföld en Neymar er að jafna sig af meiðslum og mun líklega ekki snúa aftur á völlinn þar til í nóvember.
Al-Hilal getur næst skráð hóp sinn í janúar en eftir desember þá fer deildin í Sádi Arabíu í vetrarfrí.
Neymar gæti spilað um þrjá leiki ef hann er skráður í hópinn núna en Jesus vill frekar treysta á Renan Lodi og skoða svo stöðuna í janúar.
Al-Hilal getur aðeins skráð átta útlendinga í leikmannahópinn og er Jesus á því máli að það væri sóun að velja stórstjörnuna að þessu sinni.
Neymar er stærsta nafn Al-Hilal en hann hefur nánast ekkert spilað eftir komu þangað eftir að hafa slitið krossband.