fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Eyjan

Eiríkur Bergmann: Stefnubreyting Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í útlendingamálum vatn á myllu Miðflokksins

Eyjan
Sunnudaginn 8. september 2024 09:00

Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Samfylking og Sjálfstæðisflokkurinn tóku undir málflutning Miðflokksins í útlendingamálum mátti merkja breytingar á fylgi allra flokkanna þriggja. Ris Samfylkingarinnar stöðvaðist og Sjálfstæðisflokkurinn fór að tapa fylgi á meðan fylgi Miðflokksins fór á flug. Eiríkur Bergmann, prófessor, telur að mögulega hafi ummæli formanna Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar veitt málflutningi Miðflokksins í málaflokknum lögmæti. Eiríkur er viðmælandi Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hlusta má á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Eirikur Bergmann 3.mp4
play-sharp-fill

Eyjan - Eirikur Bergmann 3.mp4

„Það er annað orsakasamhengi sem ég hef staldrað við, og aftur set ég fyrirvara, ég veit ekki hvert orsakasamhengið er, en við sjáum það að bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking fara svona í humátt á eftir málflutningi Miðflokksins í útlendingamálum, sérstaklega með tvennum ummælum formanns Sjálfstæðisflokksins, annars vegar þarna á tröppunum á Bessastöðum, og síðan varðandi tjaldbúðir Palestínumanna á Austurvelli, og svo viðtal Kristrúnar Frostadóttur þar sem hún breytir um stefnu Samfylkingarinnar í málefnum að komufólks,“ segir Eiríkur.

Hann segir að við þetta hafi ris Samfylkingarinnar stöðvast og aðeins fallið, fylgi Sjálfstæðisflokksins hafi byrjað að falla og fylgi Miðflokksins hafi rokið upp. „Þetta sjáum við koma saman nokkurn veginn í tíma og þetta finnst mér alveg rosalega áhugavert. Það er eins og ummælin hafi veitt málflutningi Miðflokksins lögmæti í eyrum fólks, og fólk fari að hugsa, ókei, það er þá kannski allt í lagi að kjósa á grundvelli þess að vera andsnúinn aðstreymi fólks. En þá kýs það ekki þá sem á eftir komu heldur upphafsmenn málsins.“

Þú ert sem sagt að segja að þessi stefnubreyting, áherslubreyting hjá Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu, hún hafi í raun og veru veitt málflutningi og stefnu Miðflokksins trúverðugleika?

„Já, það er það sem ég er að segja. Eða ég er að slá því fram sem mögulegri tilgátu til þess að skoða, ég er ekki að slá því föstu að svo sé – ég tek eftir því að þarna varð breyting sem var önnur en kannski til var ætlað.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg borgarstjóri: Ég vildi hafa flugvöllinn kyrran en breytti svo um skoðun

Heiða Björg borgarstjóri: Ég vildi hafa flugvöllinn kyrran en breytti svo um skoðun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg borgarstjóri: Þétting byggðar og efling almenningssamgangna í Reykjavík ekki síst samkeppnismál

Heiða Björg borgarstjóri: Þétting byggðar og efling almenningssamgangna í Reykjavík ekki síst samkeppnismál
Eyjan
Fyrir 1 viku

Biður Guðrúnu að hætta að hlusta á tápsára eltihrella eftir upphlaupið í gær – „Kalla hana blygðunarlaust „biðformanninn““

Biður Guðrúnu að hætta að hlusta á tápsára eltihrella eftir upphlaupið í gær – „Kalla hana blygðunarlaust „biðformanninn““
Hide picture