fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Stærsta endurkoma ársins – Linkin Park tilkynna plötu og tónleikaferðalag

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 6. september 2024 17:30

Hið nýja útlit Linkin Park.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þungarokksveitin Linkin Park hefur tilkynnt endurkomu sína. Sveitin hefur fengið til liðs við sig söngkonu til að fylla spor hins látna Chester Bennington

Linkin Park komu fram í hinni svokölluðu númetal bylgju á seinni hluta tíunda áratugarins. Á stuttum tíma urðu þeir eitt stærsta rokkband heimsins og skákuðu öðrum númetal böndum eins og KoRn og Limp Bizkit.

Þrátt fyrir að vera ekki starfandi í sjö ár er sveitin mest spilaða þungarokksveitin á Spotify með yfir 40 milljón mánaðarlega hlustendur. Lagið In the End er komið yfir 2 milljarða og lagið Numb nálgast sömu tölu.

Til að setja þeta í samhengi þá hafa rokksveitir eins og Metallica og Oasis verið með um 20 til 25 milljónir hlustenda. Síðarnefnda sveitin er reyndar komin yfir 30 milljónir síðan endurkoma Gallagher bræðra var tilkynnt, en þeir eiga þó langt í land með að ná Linkin Park.

Linkin Park hættu starfsemi árið 2017 eftir að söngvarinn Chester Bennington tók eigið líf á heimili sínu í Kaliforníu. Bandið var hins vegar aldrei formlega leyst upp.

Nú hafa Linkin Park tilkynnt endurkomu sína með tveimur nýjum meðlimum. Söngkonan Emily Armstrong tekur við af Bennington, en hún var áður í hljómsveitinni Dead Sara. Þá hefur Colin Brittain tekið við kjuðunum af Rob Bourdon sem vildi ekki taka þátt í endurkomunni.

Hljómsveitin hefur þegar tekið upp og gefið út nýtt lag, The Emptiness Machine, og nýja plötu, From Zero, sem er væntanleg í nóvember. Einnig hefur verið tilkynnt um sex tónleika í september og nóvember í eftirfarandi borgum: Los Angeles, New York, Hamborg, London, Seoul og Bogota.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja
Fókus
Fyrir 3 dögum

Örlagarík reynslusaga Evu Gunnarsdóttur komin út – Hefur tekist á við mikla erfiðleika

Örlagarík reynslusaga Evu Gunnarsdóttur komin út – Hefur tekist á við mikla erfiðleika
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýfæddu tvíburarnir fengu óhefðbundin nöfn

Nýfæddu tvíburarnir fengu óhefðbundin nöfn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigmar um móður drengs sem kemur að lokuðum dyrum – „Öll fjölskyldan er í því að passa upp á að drengurinn deyi ekki“

Sigmar um móður drengs sem kemur að lokuðum dyrum – „Öll fjölskyldan er í því að passa upp á að drengurinn deyi ekki“