Katrín Jakobsdóttir hefur skilað uppgjöri á framboði sínu til embættis forseta Íslands.
Þar kemur fram að framboðið fékk tæpar 8,6 milljónir í styrki frá lögaðilum og um 41 m.kr. í styrki frá einstaklingum. Katrín lagði svo sjálf fram 3 milljónir og aðrar tekjur framboðsins námu um 4,5 milljónum fyrir seldan varning.
Helstu gjöld framboðsins var rekstur kosningaskrifstofu sem kostaði um 11,9 m.kr. Þá var stærsti kostnaðurinn auglýsinga- og kynningarkostnaður sem nam um 26,5 m.kr. Funda- og ferðakostnaður var 8,7 m.kr. og annar kostnaður rétt rúmar 10 m.kr.
Rekstrarniðurstaða var réttu megin við núllið og skilaði framboðið 276.725 kr. í hagnað. Þessari fjárhæð verður samkvæmt ákvæði í samþykktum Félags um forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur varið til góðgerðarmála.
Af þeim lögaðilum sem styrktu framboðið má nefna fyrirtæki í eigu Einars Sveinssonar, föðurbróðir Bjarna Benediktssonar, útgerðina Gjögur, Baltasar Kormák og Róbert Wessman. Hæstu framlög lögaðila komu frá eftirfarandi félögum:
Til viðbótar má nefna framlag frá Viljandi minningarsjóð sem er í eigu Óskars Magnússonar og Sigurðar Gísla Pálmasonar, Kaupfélag Skagfirðinga, Kjarnafæði Norðlenska og skattakóngurinn Pétur Björnsson.
Hæstu framlög einstaklinga komu frá:
Katrín segir í færslu á Facebook að framlög hafi komið að langstærstum hluta frá einstaklingum en um 1100 styrktu framboðið um ríflega 41,5 milljón. Algengasta framlag einstaklinga var 10 þúsund en að meðaltali styrkti fólk framboðið um 38 þúsund.