fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Jón allt annað en sáttur við bankann sinn: „Ég þoli ekki hótanir og rís jafnan upp á afturfæturna ef mér er hótað“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 6. september 2024 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi þingmaður, er allt annað en sáttur við Íslandsbanka ef marka má pistil sem hann skrifaði á heimasíðu sína.

„Fyrir rúmum 60 árum stofnaði ég til viðskiptasambands við bankann, sem hét Útvegsbanki Íslands. Á þessum 60 árum hefur bankinn breytt um nafn og kennitölu fjórum sinnum, fengið aðstoð frá ísl. ríkinu til að lifa af og á stundum ástundað vafasama fjármálastarfsemi,“ segir Jón sem vísar þarna í Íslandsbanka sem áður hét meðal annars Útvegsbankinn og Glitnir á árum áður.

Jón segir að aldrei hafi brugðið skugga á samskipti hans og bankans.

„Bankinn hefur geymt peningana mína og haft af því vænan arð með að lána þá gegn ofurvöxtum en greiða mér litla sem enga í staðinn. Bankinn hefur lánað mér þegar ég hef þurft á að halda og það hefur bankinn minn alltaf fengið greitt á gjalddaga,“ segir Jón og bætir við að þegar umsýsla hans var meiori en nú hafi hann alltaf getað leitað til bankans um nauðsynlega fyrirgreiðslu.

„Þeir vissu að ég var öruggur viðskiptavinur og þurfti ekkert greiðslumat upp á það.  Ég hafði alltaf rúma yfirdráttarheimild í bankanum, sem var  nánast aldrei notuð, en svo kom að mér var tilkynnt, að ég yrði að fara í greiðslumat vegna yfirdráttarheimildar. Ég ákvað þá að hafa enga slíka.“

„Svo fór um daginn, að bankinn sem gerir ekki annað en að geyma eignir mínar og græða á því krafðist þess að ég upplýsti hann um persónulega hluti, sem þeim kom ekki við en geta svo vel séð af rúmlega 60 ára viðskiptasögu okkar. Bankinn færði sig þá upp á skaftið og heimtaði skattskýrslur og hótaði því að annars mundu þeir leggja hald á eigur mínar, sem bankinn hefur ekkert með að gera annað en að geyma fyrir mig.“

Jón er augljóslega sár og svekktur yfir þessu og lét hann bankann vita af því.

„Ég þoli ekki hótanir og rís jafnan upp á afturfæturna ef mér er hótað. Ég bauð bankanum að hann gæti fengið umboð til að hnýsast í mínar skattskýrslur hvenær sem hann vildi svo langt aftur í tímann sem hann kysi. En ég kynni ekki við svona tuddameldingar um að þeir ætluðu sér að láta greipar sópa um eigur mínar.“

Jón segir að bankanum sé ef til vill vorkunn og uppálagt af ríkinu að vandræðast sem mest við almenna viðskiptavini.

„Það er auðveldara en að taka á hinum stóru og kemur sjálfsagt betur út í eftirlitsbókhaldinu að ágengum spurningum hafi verið beint til 80% viðskiptavina og mál þeirra könnuð, en að segja að mál þeirra 10% sem koma e.t.v. til greina í málum varðandi peningaþvætti hafi verið skoðuð. Já þannig er nú eftirlitsiðnaðurinn hann er sko heldur betur rekinn gegn réttlátum en þeir ranglátu sleppa. Þannig rifjast oft upp orð sveitunga míns Jóns Hreggviðssonar um réttlæti og ranglæti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti