Ferðalag Juan Mata um heiminn heldur áfram en hann hefur samið við Western Sydney Wanderers í Ástralíu.
Mata lék síðast í Japan og vann deildina þar en árið þar á undan vann hann deildina í Tyrklandi.
Mata er 36 ára gamall en hann lék lengi vel á Englandi með bæði Chelsea og Manchester United.
Mata hefur verið án félags síðustu mánuði en heldur nú til Ástralíu.
Mata er frá Spáni og lék með Valencia áður en hann var keyptur til Chelsea árið 2011 þar sem hann var í þrjú ár. Mata var svo í átta ár hjá United.
🚨🇦🇺 After winning leagues in Turkey and Japan, Juan Mata has just signed in as new for Western Sydney Wanderers in the A-League.
He’s aiming to win another championship in a different country, massive move for Australian football. ✨🇪🇸 pic.twitter.com/5ndJMvI9lh
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 5, 2024