Kaup KR á Guy Smit eru verstu kaup sumarsins í Bestu deild karla að mati Mikaels Nikulássonar fyrrum þjálfara KFA.
Þungavigtin gerði upp deildarkeppnina í Bestu deildina í gær.
Mikael setti Aron Bjarnason kantmann Breiðabliks í þriðja sæti yfir verstu kaupin. „3 mörk í 20 leikjum, ömurlegt. Aron Bjarna er rándýr leikmaður, það hefur eitthvað klikkað í sumar. Alla leiki sem ég hef séð með Breiðablik, hefur hann ekkert getað,“ sagði Mikael.
Kristján Óli Sigurðsosn sérfræðingur Þungavigtarinnar gerði einnig sitt lista og setti Guy Smit í fimmta sætið. „Ömurleg kaup, verður hent út eftir tímabilið,“ sagði Kristján Óli um þau kaup.
5 verstu kaupin að mati Kristjáns Óla:
5. sæti – Guy Smit (KR)
4. sæti – Dusan Brkovic (FH)
3. sæti – Axel ÓSkar Andrésosn (KR)
2. sæti – Alex Þór Hauksson (KR)
1. sæti – Albin Skoglund (Valur)
5 verstu kaupin að mati Mikaels:
5. sæti – Dusan Brkovic (FH)
4. sæti – Bjarni Mark Duffield (Valur)
3. sæti – Aron Bjarnason (Breiðablik)
2. sæti – Axel Óskar Andrésson (KR)
1. sæti – Guy Smit (KR)