„Þetta verður á TikTok og Youtube,“ sagði Declan Rice eftir frekar vandræðalegt faðmlag við starfsmann enska landsliðsins.
Rice var að mæta til leiks hjá landsliðinu þegar starfsmaður landsliðsins ætlaði að gefa honum faðmlag.
Rice ætlaði hins vegar aðeins að færa henni vegabréfið og úr varð ansi vandræðalegt augnablik.
England mætir Írlandi á laugardag sem verður fyrsti landsleikur Heimis Hallgrímssonar með Íra.
Atvikið með Rice er hér að neðan.