fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Eyjan

Trump stendur frammi fyrir vaxandi vandamáli sem gæti kostað hann forsetaembættið

Eyjan
Föstudaginn 6. september 2024 22:00

Donald Trump er iðinn við að koma sér í vanda.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ivanka Trump, dóttir Donald Trump, er fjölhæf kona og eftir því sem faðir hennar segir, þá fer því fjarri að allir þessir hæfileikar hafi fengið að njóta sín fram að þessu.

Í samtali við Tiffany Justice, stofnanda „Moms for Liberty“ á ráðstefnu Repúblikana á föstudaginn skýrði Trump frá stórhuga áætlunum sínum fyrir Ivanka þegar hann gegndi forsetaembættinu frá 2016 til 2020.

„Ég sagði við hana: „Þú verður mikilvægur sendiherra Sameinuðu þjóðanna, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.“ Enginn gæti veitt henni samkeppni um þá stöðu,“ sagði Trump þegar hann ræddi við Justice á sviðinu.

Ivanka, sem er 42 ára, var í pólitísku hlutverk á valdatíð Trump en hún hafði stöðu aðalráðgjafa föður síns, bæði í kosningabaráttunni og í stjórn hans. Þetta gerði hún, eftir því sem faðir hennar segir, þrátt fyrir að hún hafi „grætt milljónir dollara“ á tísku- og fatafyrirtæki sínu. Hún hafi einfaldlega lagt það til hliðar og einbeitt sér að því að búa til ný störf fyrir Bandaríkjamenn.

„Hún fór víða, og þetta var ekki nein snobbvinna, til að heimsækja Wal-Mart, til að heimsækja Exxon, til allra þessara stóru fyrirtækja til að fá þau til að ráða fólk í vinnu og hún kom milljónum manna í vinnu,“ sagði Trump.

Sofie Rud, sérfræðingur í bandarískum málefnum, sagði í samtali við Jótlandspóstinn að það komi henni á óvart að á þessum tíma í kosningabaráttunni byrji Trump að draga upp sögusagnir frá forsetatíð sinni: „Það er undarlegt að hann ræði ekki um einhver þeirra málefna sem hann stendur sterkt að vígi í, til dæmis hvað varðar efnahags- og innflytjendamál, á skipulagðan hátt.“

Hún benti á að samkvæmt fréttum bandarískra fjölmiðla, þá séu Trump og kosningateymi hans ekki sammála um eitt og annað. „Hann þrjóskast við til að sýna þeim að hann ráði sjálfur hvað hann talar um og hvenær hann gerir það. Hann hrífst með og það er erfitt fyrir hann að vera einka-Donald og forseta-Donald. Hann er í vaxandi mæli farinn að tala samhengislaust þar sem hann hoppar á milli umfjöllunarefna,“ sagði hún.

Á kosningafundi í Pennsylvania á föstudaginn vísaði hann því á bug að hann haldi sig ekki við þau málefni sem ákveðið hafi verið að hann ræði og að hann tali bara beint frá hjartanu í staðinn. „Ég spinn bara aðeins. Ég get talað um níu mismunandi málefni og þau eru öll meistaralega fléttuð saman á nýjan leik. Vinur minn, sem er prófessor í ensku, sagði við mig: „Þetta er sú mesta snilld sem ég hef nokkru sinni heyrt.“,“ sagði Trump á fundinum að sögn Huffington Post.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata