Maður að nafni Jarlucio Coehlo Santos er látinn en hann var knattspyrnumaður sem lék með þónokkrum smáliðum í Brasilíu.
Santos var nýbúinn að fagna bikarsigri með sínu félagsliði en aðeins nokkrum mínútum seinna varð hann fyrir skotárás á bílastæði vallarins.
Santos hafði gert sér leið í eigin bíl til að skipta um föt er maður á mótorhjóli skaut hann tvisvar sem varð til þess að fótboltamaðurinn lés.
Lögreglan hefur enn ekki fundið þann seka og er ástæðan fyrir skotárásinni ekki vituð.
Búið er að fresta öllum leikjum í deildinni eftir árásina en næst verður leikið þann 10. september.
Santos var vinsæll á meðal liðsfélaga sinna og stuðningsmanna síns liðs og var eins og áður sagði aðeins 31 árs gamall.