Samkvæmt frétt FotoMac í Tyrklandi er Fenerbache nálægt því að ganga frá samningi við Antony kantmann Manchester United.
Antony yrði lánaður til Fenerbache út þessa leiktíð en félagaskiptaglugginn í Tyrklandi er opinn.
Jose Mourinho er stjóri Fenerbache en liðið mætir einmitt United í Evrópudeildinni í vetur.
Antony er á leið inn í sitt þriðja tímabil hjá United en hann er mest á bekknum þessa dagana og spilar lítið.
Antony gæti því endað í Tyrklandi og segir FotoMac að þetta gæti allt klárast í kvöld.