fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins: Borgarlínan hönnuð til að koma fólki hraðar milli staða en einkabíllinn – sérstaklega á háannatíma

Eyjan
Miðvikudaginn 4. september 2024 17:30

Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Til að fólk noti aðra ferðamáta en einkabílinn þurfa almenningssamgöngur að vera fljótar í förum og áreiðanlegar. Til að svo verði þarf að fjárfesta og skipuleggja rétt. Mikilvægt er að Borgarlínan sé á miðjuakrein til að lágmarka truflanir frá bílaumferð úr hliðargötum. Í dag er strætó fastur í umferð með öðrum bílum. Með Borgarlínunni á fólk að geta verið fljótara í förum milli staða, sérstaklega á háannatíma. Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hlýða má á brot úrþættinum hér:

Eyjan - Davíð Þorláksson - 6.mp4
play-sharp-fill

Eyjan - Davíð Þorláksson - 6.mp4

Af hverju er Borgarlínan í miðjunni en ekki á ystu akrein?

„Þetta er góð spurning. Ég hef séð fólk viðra áhyggjur af þessu og finnst gott að fá tækifæri til að svara þessu. Það eru ýmsar ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi myndi ég kannski segja að fyrir umferðaröryggið er betra að hafa almenningssamgöngurnar, Borgarlínuna, í miðjunni,“ segir Davíð.

Hann segir að þegar málið sé skoðað þá sé Borgarlínan svonefnt BRT-kerfi, sem sé hraðvagnar á sér akreinum, sem sé að finna víða í heiminum. „Bæði hraðvagnar, þessi BRT-kerfi, og líka léttlestir og sporvagnar, eru yfirleitt alltaf höfð í miðjunni. Það eykur umferðaröryggi allra ferðamátanna, þeirra sem eru í almenningssamgöngunum og líka gangandi og hjólandi og bílanna, en þetta er líka gert til að tryggja áreiðanleika kerfisins. ef þetta er í kanti þá verður Borgarlínan meira fyrir truflunum frá hliðargötum, frá bílaumferðinni, og því meira sem hún verður fyrir truflunum því minni árangri skilar hún.“

Hann segir að lykilatriði sé að hægt sé að treysta tímaáætlunum og hægt sé að treysta því að maður verði snöggur að komast leiðar sinnar með almenningssamgöngum til að við séum ekki að lenda í sömu vandræðum og eru í dag með strætó. „Hann er fastur í umferðinni víðast hvar með öðrum bílum og því er minni hvati til að nýta sér strætó. Á meðan þú ert laus við að verða fyrir truflunum frá bílaumferðinni þá getur þú treyst því að í sumum tilfellum, og sérstaklega á háannatíma, værir þú sneggri á milli ákveðinna staða heldur en þú værir með bíl. Ástæðan fyrir því að fólk notar bíl er að hann er auðvitað bara gríðarlega þægilegur ferðamáti – hann fer með þig, á slæmri íslensku, „door to door“ þangað sem þú ert að fara. Þú þarft yfirleitt ekki að labba mjög langt í hann, þú getur lagt mjög víða.“

Davíð segir að til þess að búa til hvata til þess að fólk nýti aðra ferðamáta þurfi að fjárfesta í þeim og gera þá betri. „Það er það sem er verið að gera með því að fjölga hjóla- og göngustígum og það er það sem er verið að gera með Borgarlínunni. Það er verið að tryggja að hún sé fljót í förum og að tímaáætlanirnar séu áreiðanlegar þannig að þú getir treyst á þær.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“
EyjanFastir pennar
Í gær

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“
Hide picture