fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Pressan

Læknir gerði sig sekan um ótrúleg mistök þegar hann fjarlægði rangt líffæri

Pressan
Laugardaginn 7. september 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar hjónin William Bryan og Beverly ákváðu að skella sér til Flórída um miðjan ágústmánuð datt þeim ekki í hug að síðasta stund Williams væri við það að renna upp.

Hjónin, sem voru búsett í Muscle Shoals í Alabama, áttu íbúð í Okaloosa-sýslu á Flórída en skömmu eftir komuna þangað fór William að kenna sér meins vinstra megin í kviðarholinu.

Verkirnir virtust ágerast með tímanum og fór það svo að hann skellti sér til læknis á sjúkrahúsi í Walton-sýslu. Eftir ýmsar rannsóknir kom í ljós að skýringin á verkjunum var stækkað milta og töldu læknar öruggast að hann myndi gangast undir brottnám á miltanu.

Það var svo þann 21. ágúst að William gekkst undir aðgerð sem læknir að nafni Thomas Shaknovsky framkvæmdi. Í aðgerðinni gerði Thomas sig sekan um ótrúleg mistök þegar hann fjarlægði úr honum lifrina í stað þess að fjarlægja miltað. Þetta olli mikilli blæðingu og dauða innan skamms tíma.

Eftir aðgerðina tjáði Thomas eiginkonu Williams að miltað hafi verið mjög illa farið og fjórum sinnum stærra en venjulega. Þá hafi það verið komið hægra megin í kviðarholið.

Í umfjöllun New York Post er bent á það að lifrin sé ofarlega hægra megin í kviðarholinu en miltað ofarlega vinstra megin í kviðarholinu. Miltað er töluvert minna en lifrin á meðan lifrin er á stærð við hnefa og um 1,1 til 1,4 kíló yfirleitt.

Eins og gefur að skilja er málið komið til lögfræðinga sem undirbúa nú málsókn gegn lækninum sem framkvæmdi aðgerðina og sjúkrahúsinu. Segir lögmaður fyrirtækisins sem fer með málið, Zarzaur Law, að þetta sé ekki í fyrsta skiptið sem Thomas sig sekan um alvarleg mistök. Þannig hafi hann gert aðgerð á sjúklingi í fyrra þar sem hann fjarlægði hluta af briskirtli sjúklings þegar hann átti að fjarlægja aðra nýrnahettuna. Það mál var leyst án aðkomu dómstóla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Spænskt meistaraverk fannst eftir að hafa ekki sést í rúma öld

Spænskt meistaraverk fannst eftir að hafa ekki sést í rúma öld
Pressan
Fyrir 6 dögum

Merk uppgötvun neðansjávar

Merk uppgötvun neðansjávar