fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Fókus

„Það eru ekki aumingjar sem ganga um með hníf. Það eru krakkar sem samfélagið hefur ekki náð að halda utan um“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 4. september 2024 11:29

Hulda Tölgyes sálfræðingur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill óhugur hefur verið hjá landsmönnum undanfarið vegna aukins hnífaburðar ungmenna. Bryndís Klara Birgisdóttir lést aðeins sautján ára gömul á föstudaginn af sárum sem hún hlaut í stunguárás á menningarnótt. Síðustu helgi voru tveir stungnir í gistiskýlinu Granda og var hnífi beitt á bæjarhátíðinni Í túninu heima í Mosfellsbæ.

Þjóðin hefur kallað eftir aðgerðum og hefur farið af stað vitundarvakning á samfélagsmiðlum. Mynd af bannmerki og hníf með yfirskriftinni: „Ekki vera aumingi með hníf“ hefur verið í dreifingu um samfélagsmiðla. Einnig hafa áhrifavaldar sent skilaboð varðandi hnífaburð og sagði meðal annars tónlistarmaðurinn Aron Kristinn Jónasson: „Ef þú ert með hníf á þér þá ættirðu að skammast þín. Þú ert aumingi, Guð blessi þig.“

Það eru hins vegar ekki allir sammála um að þetta virki og að þessi ungmenni ættu að vera kölluð aumingjar.

„Ekkert gerist í tómi“

Sálfræðingurinn Hulda Tölgyes vekur athygli á málinu í Story á Instagram og segir þessa krakka ekki aumingja, heldur börn sem þurftu hjálp en komu að lokuðum dyrum.

„Ekkert gerist í tómi. Það eru alls konar gildir, menning, fordómar og valdadýnamík í okkar samfélagi sem ýtir undir ofbeldi. Það dugir ekki til að fordæma hnífaburð. Rétt eins og það dugði ekki til á sínum tíma að segja krökkum að það væri ekki kúl að reykja eða að segja bara NEI við fíkniefnadjöfullinn. Það er svo miklu, miklu flóknara verkefni fyrir höndum,“ segir hún.

„Hvað ætlar barnamálaráðherra raunverulega að gera? Er eitthvað evidence based plan sem á að beita? Hvað nákvæmlega felur „þjóðarátak gegn vopnaburði“ í sér? Er það byggt á hugmyndum einhverra karla? Eða raunverulegum rannsóknum?

Hvers vegna eru drengir með hnífa frekar en stúlkur? Hvers vegna eru menn að beita konur ofbeldi? Drepa þær, nauðga þeim? Hvers vegna geta drengir og menn ekki haft stjórn á hegðun sinni? Hvers vegna kunna þeir ekki að finna tilfinningarnar sínar? Hvers vegna fá allir foreldrar og börn ekki sálfræðiþjónustu ef þau þurfa? Gæti verið að það þurfi allsherjar breytingar að eiga sér stað í þessu baneitraða samfélagi?“

Hún segir að það þurfi að skoða rót vandans.

„Það eru ekki aumingjar sem ganga um með hníf. Það eru krakkar sem samfélagið hefur ekki náð að halda utan um. Mjög líklega traumatiseraðir krakkar sem hafa lengi þurft mikla aðstoð. Sem hafa líklega lengi sýnt þess merki með hegðun sinni en úrræðaleysið er algjört og kerfið fjársvelt. Foreldrarnir fara líka á mis við aðstoð. Við búum í samfélagi sem bregst börnum og fjölskyldum ítrekað.“

Hulda Tölgyes og Þorsteinn V. Einarsson.

Lífshættuleg karlmennska

Eiginmaður Huldu, Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur og umsjónarmaður Karlmennskunnar, tjáði sig einnig um málið og sagði að hnífaburður væri bara ein birtingarmynd.

„Skaðleg karlmennska er ekki frasi til að niðra karla. Hún er í alvöru skaðleg. Lífshættuleg. Ætlum við að láta eins og hnífaburður sé sjálfstæður áhættuþáttur og tengist ekkert kynverund karla?

Ætlum við að uppræta skaðlega karlmennsku með sýnilegri löggu? Ætlum við að uppræta skaðlega karlmennsku með því að kalla þolendur hennar aumingja? Eins og sú upplifun sé ekki nægjanlega ríkjandi nú þegar hjá þeim sem telja sig þurfa að bera hníf?

Við þurfum að skapa samfélag sem styður raunverulega við börn og foreldra þeirra. Samfélag sem umber ekki ofbeldi eða kerfisbundna mismunun í neinu formi. En það er kannski ekki jafn vinsælt að fjármagna slíkar aðgerðir eins og að kaupa stóran sýnilegan plástur?“

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by karlmennskan (@karlmennskan)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Af hverju eigum við svona erfitt með að einbeita okkur?

Af hverju eigum við svona erfitt með að einbeita okkur?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðaðist til allra landa og var hrifinn af Íslandi – „Allt virkar og vegirnir eru í frábæru ástandi“

Ferðaðist til allra landa og var hrifinn af Íslandi – „Allt virkar og vegirnir eru í frábæru ástandi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kökusmakkari TikTok nýtur lífsins hérlendis – „Ég fokking elska þetta land“

Kökusmakkari TikTok nýtur lífsins hérlendis – „Ég fokking elska þetta land“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er ólög að fólk sem finnur einu leiðina til að bjarga lífi sínu sé að gera ólöglega hluti“

„Það er ólög að fólk sem finnur einu leiðina til að bjarga lífi sínu sé að gera ólöglega hluti“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Magnús vandar Vigdísi ekki kveðjurnar – „Heilt yfir verður serían þó að teljast vonbrigði“

Magnús vandar Vigdísi ekki kveðjurnar – „Heilt yfir verður serían þó að teljast vonbrigði“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslenskir Eurovision-aðdáendur bregðast við útspili Ísraels – „Allt til að láta fólk gleyma því hver raunverulegu fórnarlömbin eru hérna“

Íslenskir Eurovision-aðdáendur bregðast við útspili Ísraels – „Allt til að láta fólk gleyma því hver raunverulegu fórnarlömbin eru hérna“