Ernest Nuamah leikmaður Lyon brast í grát þegar hann var í læknisskoðun hjá Fulham á föstudag og flúði af vettvangi.
Lyon hafði samþykkt að selja Nuamah til Fulham og flaug hann til London á lokadegi gluggans.
Samkvæmt miðlum í Frakklandi grét Nuamah allan morguninn þegar hann gekst undir læknisskoðun.
Gerð var stutt pása og átti Nuamah að klára læknisskoðun eftir hádegi en mætti aldrei, hann flúði.
Franskir miðlar segja að umboðsmaður Nuamah hafi ekki náð í hann og svo fór að glugginn lokaði og Nuamah var áfram hjá Lyon.
Forseti Lyon hefur beðið Nuamah afsökunar á framferði sínu en Nuamah vildi aldrei fara frá félaginu.