fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Pressan

Eldri hjón miður sín yfir því að besta vinkona þeirra þarf nú að mæta í leikskólann 2 daga í viku

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 3. september 2024 21:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Megan og Riley Harrison Clark fluttu fyrir nokkrum árum ásamt tveimur börnum sínum í úthverfi í borginni Nashville. Þar kynntust þau nágrannahjónum sínum, Brenda og Albert (Buddy) Brister, sem í dag eru 75 og 83 ára.

Hjónin eru orðin hluti af Clark fjölskyldunni og hafa tekið sérstöku ástfóstri við yngsta meðlim fjölskyldunnar, hina 22 mánaða gömlu Kate, sem fæddist eftir að fjölskyldan flutti á nýja heimilið.

Megan að kynna nýfædda Kate fyrir nágrönnunum árið 2022.

Megan segir að daglega hringi Kate í hjónin og biðji um að fá að koma í heimsókn. Brenda og Buddy senda Megan einnig reglulega skilaboð um að fá að kíkja á Kate og hina í fjölskyldunni og Megan á hundruð myndbanda og mynda af samverustundum þeirra vistaðar í símanum sínum.

„Buddy var hermaður í Víetnamstríðinu og líkar ekki við hvern sem er, en hann er ótrúlega blíður við Kate. Hann fer til Walmart á hverjum einasta degi og færir henni eitthvað sérstakt næstum hverju sinni þegar hann kemur heim. Húsið þeirra er fullt af uppáhalds snakkinu hennar og þáttunum sem hún horfir á. Það er virkilega hugljúft,“ segir Megan við People.

Það var því nokkuð erfitt fyrir eldri hjónin þegar kom að fyrsta leikskóladegi Kate og komu þau yfir til að kveðja hana áður en hún færi í skólann.

Þegar Megan sagði Brenda og Buddy frá því að Kate myndi byrja í leikskóla í haust var Buddy miður sín.

„Hann sagði: „Þú getur ekki sent hana í skólann. Við pössum hana bara. Hversu marga daga á hún að fara?“ rifjar Megan upp. „Ég sagði honum að hún myndi bara fara á þriðjudögum og fimmtudögum. Hann svaraði: „Við getum passað hana. Við skipuleggjum bara tíma hjá lækninum okkar sitt hvorn daginn.“

Á fyrsta skóladeginum kom Brenda til að kveðja Kate og Buddy fylgdi á eftir stuttu síðar, með tárin í augunum. Megan tók kveðjustundina upp og birti myndbandið á TikTok þar sem það hefur síðan fengið meira en milljón áhorf.

Buddy sagði við Kate: „Buddy elskar þig og reddaðu mér sæti í hádeginu. Ég skal koma og sitja hjá þér.“ Skólinn er rétt neðar í götunni frá húsinu þeirra og Buddy keyrði meira að segja þangað í hádeginu í von um að sjá Kate á leikvellinum.

Til að aðstoða Kate við leikskólaaðlögunina lofaði Megan henni að ef henni gengi vel í skólanum myndu þau heimsækja Brenda og Buddy á eftir sem „verðlaun“.

„Brenda og Buddy sjá Kate á hverjum einasta degi,“ segir Megan. „Ef þau gera það ekki spyrja þau hvort við getum komið með hana yfir. Stundum er það svolítið yfirþyrmandi, en þetta er gaman. Þau eru mjög skemmtileg.“

Eldri hjónin eru ekki á samfélagsmiðlum, en Megan segist ánægð með hvað fylgjendur hennar eru hrifnir af vinskap fjölskyldunnar við eldri hjónin.

„Það er fyndið að fólk sé að þakka okkur fyrir að leyfa þeim að elska barnið okkar, því vinskapurinn hefur gert svo miklu meira fyrir okkur en við gætum nokkurn tíma gert fyrir þau. Ástin sem þau hafa veitt börnunum okkar er eitthvað sem ég hafði aldrei ímyndað mér frá fólki sem var einu sinni ókunnugt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár