fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Eyjan

„Ætlum við að reyna að fyrirbyggja eða ætlum við að alltaf bara að vakna til lífsins þegar skaðinn er skeður?“

Eyjan
Þriðjudaginn 3. september 2024 18:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks Fólksins, kallaði eftir umræðu á fundi borgarstjórnar í dag um árásina á Menningarnótt sem kostaði hina 17 ára gömlu Bryndísi Klöru Birgisdóttur lífið. Hún telur að borgin hefði mátt gera betur með fyrirbyggjandi aðgerðir hvað aukna ofbeldishegðun ungmenna varðar og það sé þyngra en tárum taki að það þurfi harmleik sem þennan til að hreyfa við málunum.

„Mér finnst ég sem hluti af borgarstjórn og sem stjórnmálamaður hafa brugðist,“ segir Kolbrún. Íslendingar séu nú miður sín eftir harmleikinn á Menningarnótt. „Ég vil votta foreldrum og aðstandendum samúð mína. Þetta er ólýsanlegur harmur sem engin orð fá lýst“.

Aukinn vopnaburður barna í Reykjavík hafi verið til umræðu síðustu 2-3 árin og meðal annars hafi lögreglan lýst yfir áhyggjum. Umræðan fari að stað eftir ofbeldistilvik en falli því miður þess á milli niður.

„Jafnvel þótt allir gátu séð að þarna var um gangandi tímasprengju að ræða og aðeins tímaspursmál hvenær stórskaði yrði, hafa stjórnvöld ekki mikið gert í málinu, hvorki borgarstjórn né á Alþingi. Nú hins vegar eru lagðar línur og aðgerðir settar af stað. Við sem stjórnmálaafl í borgarstjórn verðum að horfa í eigin barm.“

Borgarfulltrúar Flokks fólksins hafi kallað eftir því í mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði í upphafi kjörtímabilsins árið 2022, að stofnaður yrði stýrihópur til að kortleggja aukinn vopnaburð ungmenna í borginni. Þannig væri hægt að horfa til fyrirbyggjandi aðgerða í stað þess að bregðast við eftir að skaðinn er skeður. Þessi tillaga fékk ekki brautargengi. Þess í stað lagði meirihlutinn í ráðinu fram tillögu um samráðsvettvang hagsmunaaðila sem koma að þjónustu við ungmenni. Þessi tillaga meirihlutans hafi svo þvælst um kerfið og verið frestað ítrekað áður en hún var loksins samþykkt. Þessi samráðsvettvangur hafi þó engu skilað til þessa, enda hafi hópurinn sem hann skipar sjaldan komið saman.

„Meinið í borgarstjórn er hversu kerfið er svifaseint og óskilvirkt. Mál, jafnvel mál sem eru lífsspursmál taka of langan tíma. Sjálfsagt er í lagi að sumir hlutir sniglist áfram, en hægagangur í málum sem geta kostað líf er óásættanlegur. Borgarstjórn skortir snerpu, hraða og skilvirkni.“

Það sama eigi við um ríkisstjórnina í þessum málaflokk. „Barn virðist alltaf þurfa að detta ofan í brunninn áður en stjórnvöld hefur rænu til að byrgja hann.“

Eftir harmleikinn á Menningarnótt hafi borgin ráðist í fyrirbyggjandi aðgerðir, þær sömu og hefði mátt koma í gang þegar fyrst var eftir því leitað og við blasti að það stefndi í óefni.

„Skóla og frístundasvið segir núna, hingað og ekki lengra, og hefur sent póst á alla foreldra í borginni þar sem þeir eru hvattir til þess að ræða við börn sín vegna hnífaburðar barna. Mig langar að gefa sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs prik fyrir hans einlægni þegar hann viðurkennir í viðtali að þetta hræðilega tilvik á Menningarnótt hafi orðið til þess að stígið var fastar til jarðar. Hann segir: „Við erum búin að verða vör við þróun að auknum hnífaburði barna og ungmenna og þetta hræðilega atvik síðustu helgi það má segja að það hafi orðið til þess að við verðum að stíga fastar til jarðar, við verðum að fjalla um málið beint til foreldra og ná samstöðu með foreldrum og skólum og félagsmiðstöðvum og sporna gegn þessari vá“

Auðvitað á að senda reglulega svona bréf til skóla og foreldra grunnskólabarna með hvatningu um að ræða við börnin um alvarleika hnífaburðar og að kynna reglur um vopnaburð fyrir foreldrum og börnum. Það á ekki að þurfa neitt til.

Að lokum, mér finnst eins og ég hafi brugðist sem stjórnmálamaður, sem aðili í borgarstjórn. Það eru okkar mistök að hafa ekki byrjað fyrr að byrgja þennan brunn. Hvað við kemur að teygja sig út til skólanna, barnanna og foreldranna má segja að við höfum sofið á verðinum. Nú er bara spurning hvort við lærum af mistökunum, ætlum við að reyna að fyrirbyggja eða ætlum við að alltaf bara að vakna til lífsins þegar skaðinn er skeður? Það er jú alltaf gott að vera vitur eftir á en nú nagar maður neglur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland: „Við munum marka okkar spor í sandinn strax á þessu fyrsta ári“

Inga Sæland: „Við munum marka okkar spor í sandinn strax á þessu fyrsta ári“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Steingerður Þorgilsdóttir skrifar: Gæðakerfi byggja oft á einföldum tékklistum

Steingerður Þorgilsdóttir skrifar: Gæðakerfi byggja oft á einföldum tékklistum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón stefnir ekki á formannsframboð – Ósáttur við Þórdísi Kolbrúnu og sakar hana um vanvirðingu

Jón stefnir ekki á formannsframboð – Ósáttur við Þórdísi Kolbrúnu og sakar hana um vanvirðingu
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Leitið ekki langt yfir skammt, Moggamenn!

Svarthöfði skrifar: Leitið ekki langt yfir skammt, Moggamenn!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hreinsanir halda áfram hjá Sýn – Yfir­maður aug­lýsinga­mála stígur til hliðar

Hreinsanir halda áfram hjá Sýn – Yfir­maður aug­lýsinga­mála stígur til hliðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingmaður Miðflokksins er Íslandsmeistari í bekkpressu

Þingmaður Miðflokksins er Íslandsmeistari í bekkpressu