fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Skorar á stjórnarandstöðuna – segir óráðsíu og kjördæmapot stjórnarflokkanna með ólíkindum

Eyjan
Þriðjudaginn 3. september 2024 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmenn stjórnarandstöðunnar verða að standa með skattgreiðendum gegn óráðsíu vinstri stjórnar VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins á kosningavetri.

Dagfari á Hringbraut fer í dag hörðum orðum um þær fyrirætlanir Bjarna Jónssonar, formanns samgöngunefndar Alþingis, að forgangsraða upp á nýtt vegna slæms ástands vegarins við Strákagöng og láta bora ný göng á öðrum stað, sem áætlað er að kosti 19 milljarða.

Sem oftar er það Ólafur Arnarson sem stýrir penna Dagfara. Hann skrifar að af tveimur fréttum á síðu tvö í Morgunblaðinu í dag megi draga þá ályktun „að efnahagsástandið hér á landi sé með þeim hætti að helsta forgangsverkefni í hagstjórninni sé að efla með öllum tiltækum ráðum verklegar framkvæmdir og spýta peningum inn í hagkerfið til að freista þess að koma smá lífi í það og reyna að vinna hagkerfið út úr djúpri kreppu.

Einnig mætti draga þá ályktun að fram undan sé kosningavetur og hér sitji vinstri stjórn sem ætli að nýta hvert tækifæri og hverja krónu (líka þær sem ekki eru til) til að kaupa sér atkvæði á kostnað skattgreiðenda í landinu.

Hann telur enga þörf á nýjum göngum á Tröllaskaga jafnvel þótt loka þyrfti veginum um Strákagöng:

Stöldrum aðeins við. Er bráðnauðsynlegt að halda leiðinni milli Siglufjarðar og Skagafjarðar opinni? Ekki er nema rúmur áratugur síðan Héðinsfjarðargöng (sem á núvirði kostaði u.þ.b. 25 milljarða að gera) voru opnuð, en þau opna greiða leið milli Siglufjarðar og Akureyrar. Vitaskuld er leiðin lengri í gegnum Héðinsfjarðargöng en að aka í gegnum Tröllaskaga, en hún er örugg og traust. Öryggishagsmunir þeirra sem þurfa á milli Skagafjarðar og Siglufjarðar eru því fullkomlega tryggðir þótt vegurinn um Strákagöng lokist eða hverfi. Sé talin öryggisógn af þeim vegi er eðlilegt að loka honum og vísa umferð um Héðinsfjarðargöng.

Sé markmiðið að tryggja góðar samgöngur milli fimm stjörnu lúxushótelsins í Fljótunum og Siglufjarðar má benda formanni samgöngunefndar á að þeir sem gista á því hóteli fara sinna ferða á þyrlum.

Ólafur bætir því við að á sama tíma og þingmaður Skagfirðinga vilji forgangsraða nýjum göngum til Siglufjarðar, þar sem fyrir séu nýleg göng sem tryggi öryggishagsmuni Siglfirðinga, sé hringvegurinn stórhættulegur á löngum köflum og vegirnir á Snæfellsnesi ónýtir og stórvarasamir.

Hann telur hirðuleysi þingmanna í meðferð almannafjár og kjördæmapot vera með ólíkindum og nefnir sem viðbótardæmi fyrirætlanir dómsmálaráðherra, sem sé þingmaður Suðurkjördæmis, um að reisa nýtt milljarðafangelsi að Litla Hrauni þegar mun hagkvæmara væri að reisa það á Hólmsheiði, sem er nær bæði dómstólum og þjónustu, auk þess sem hægt væri að samnýta innviði.

Dagfara í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Í gær

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Eldri kírópraktorstöð Gumma Kíró úrskurðuð gjaldþrota

Eldri kírópraktorstöð Gumma Kíró úrskurðuð gjaldþrota
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund