fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Pressan

Ótrúlegustu bækur bannaðar í umdeildu bókabanni í Flórída – „Hver þremillinn?“

Pressan
Þriðjudaginn 3. september 2024 17:30

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórinn í Flórída, Ron DeSantis, skrifaði árið 2022 undir lög sem gera yfirvöldum þar heimilt að banna tilteknar bækur í grunnskólum ríkisins. Einkum bækur þar sem fjallað er með einhverjum hætti um kynlíf. Ríkisstjórinn segir að löggjöfinni sé ætlað að vernda börnin frá lesefni sem sé þeim ekki við hæfi. Andstæðingar laganna hafa þó bent á að í framkvæmd hafi lögunum einkum verið beitt til að fjarlægja bækur sem fjalla um málefni hinsegin samfélagsins eða bækur sem fjallað um kynþáttafordóma.

Þær bækur sem til þessa hafa verið fjarlægðar af bókasöfnum skóla eru allt frá því að teljast klassískar heimsbókmenntir yfir í að vera bækur sem ætlaðar eru yngstu lesendum. Sem dæmi má nefna bók Ernest Hemingway, Hverjum klukkan glymur, bókin Ævintýri Tom Sawyer eftir Mark Twain og Dagbók Önnu Frank.

Eins hafa femínísk rit á borð við Saga þernunnar eftir Margaret Atwood verið fjarlægðar sem og 57 hrollvekjur eftir Stephen King.

Stephen King komst að því um helgina að bækur hans hafa verið bannaðar og varð furðu lostinn: „Hver þremillinn?,“ skrifaði hann á X [áður Twitter]. Hann sagði í yfirlýsingu sem hann sendi Newsweek vegna málsins: „Ég hef sagt það áður og segi það aftur: Þegar bækur eru bannaðar á skólabókasöfnum, þá getið þið farið í bókasafn bæjarins eða í næstu bókabúð til að lesa það sem eldri kynslóðin vill ekki að þið vitið.“

Sex stórir útgefendur bóka í bandaríkjunum, þar með talið Penguin Random bókahúsið, Simon & Schuster og HarperCollins útgáfan, hafa stefnt Flórída fyrir dóm. Útgefendurnir halda því fram að bókabannið brjóti gegn stjórnarskrárvörðum rétti Bandaríkjamanna til tjáningar- og málfrelsis.

Dæmi um fleiri bækur sem hafa orðið fyrir barðinu á banninu, en hafa ber í huga að eftirfarandi er aðeins sýnishorn og hvergi nærri tæmandi talið:

  • Flugdrekahlauparinn eftir Khaled Hosseini
  • Biblían
  • Sláturhús fimm eftir Kurt Vonnegut
  • Svo fögur bein eftir Alice Sebold
  • Eleanor & Park eftir Rainbow Rowell
  • Þessi bók er hýr eftir Juno Dawson
  • Þrettán ástæður eftir Jay Asher
  • Við erum ekki jöfn enn: Útskýring á kynþáttarbili samfélagsins eftir Carol Anderson
  • Purpuraliturinn eftir Alice Walker
  • Vampírudagbækurnar eftir L.J. Smith
  • Gaukshreiðrið eftir Ken Kesey
  • Allt ljósið sem við getum ekki séð eftir Anthony Doerr
  • Prinsessu-dagbækurnar eftir Meg Cabot
  • Ég veit af hverju fuglinn í búrinu syngur eftir Maya Angelou
  • Er hann stelpa? eftir Louis Sachar
  • Á ég að gæta systur minnar? eftir Jodi Picoult
  • Bardagaklúbburinn eftir Chuck Palahniuk
  • Blóm fyrir Algernon eftir Daniel Keyes
  • Tilbúinn spilari eitt eftir Ernest Cline
  • Líf mitt sem trans unglingur eftir Jazz Jennings
  • Það er gott að vera maður sjálfur: bók um kynvitund eftir Theresa Thorn
  • Malcom X eftir Jack Slater
  • Bandaríska landslið kvenna í knattspyrnu eftir J.E. Skinner
  • Kynlíf er fyndið orð: Bók um líkama, tilfinningar og ÞIG eftir Cory Silverberg
  • Elton John eftir Maria Isabel Sanchez Vegara
  • Andóf, Arfleifð og Afbrigði (Divergent þríleikurinn) eftir Veronica Roth
  • Minecraft: 1-3 bindi eftir Sfé R. Monster
  • Ljósaskipti bækurnar (Twilight) eftir Stephenie Meyer
  • Krúnuleikarnir eftir George R. R. Martin
  • Skrifað í stjörnurnar eftir John Green
  • Höfuðpaurinn eftir William Golding
  • Heimsmetabók Guinness fyrir árin 2022 og 2023
  • Hungurleikarnir eftir Suzanne Collins
  • Gallabuxnaklúbburinn eftir Ann Brashares
  • Dauð þar til dimmir eftir Charlaine Harris
  • Kafka á ströndinni eftir Haruki Murakami
  • Stikilsberja-Finnur eftir Mark Twain
  • Hringadróttinssaga eftir J.R.R. Tolkien
  • Harry Potter og viskusteinninn eftir J.K. Rowling
  • Að drepa hermikráku eftir Harper Lee
  • Hinn mikli Gatsby eftir F. Scott Fitzgerald
  • Carrie eftir Stephen King
  • Listi Schindlers eftir Thomas Keneally
  • Vesalingarnir eftir Victor Hugo
  • Hundrað ára einsemd og Ást á tímum kóleru eftir Gabriel García Márque
  • Stjörnuryk eftir Neil Gaiman
  • Ævintýri og minningar Sherlock Holmes eftir Arthur Conan Doyle
  • Saga tveggja borga eftir Charles Dickens
  • 100 konur sem skráðu sig á spjöld sögunnar: Ótrúlegar konur sem mótuðu heim okkar eftir S. A. Caldwell
  • Fýkur yfir hæðir eftir Emily Brontë
  • Skuggar og bein eftir Leigh Bardugo
  • Leiðavísir puttaferðalangsins um Vetrarbrautina eftir Douglas Adams
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nokkur merki um að einhverjum líki ekki við þig

Nokkur merki um að einhverjum líki ekki við þig
Pressan
Í gær

Hér er besti matur í heimi

Hér er besti matur í heimi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna er svefn svo mikilvægur þegar kemur að ævilengd

Þess vegna er svefn svo mikilvægur þegar kemur að ævilengd
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bæjarstjórinn bannar íbúunum að vera veikir – „Forðist íþróttir, ferðalög og slys heima“

Bæjarstjórinn bannar íbúunum að vera veikir – „Forðist íþróttir, ferðalög og slys heima“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“