fbpx
Þriðjudagur 03.september 2024
Fókus

Fékk nóg af Hollywood eftir að Matthew Perry dó

Fókus
Þriðjudaginn 3. september 2024 12:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andlát leikarans Matthew Perry varð seinasta hálmstráið fyrir umboðsmanninn Doug Chapin sem hefur nú sagt skilið við Hollywood.

Chapin starfaði í rúm 30 ár með Friends-leikaranum. Þegar Perry fannst látinn á heimili sínu í október, eftir að hafa tekið inn of stóran skammt af lyfinu ketamín, þá sat Chapin eftir með sárt ennið. Hann upplifði mikla sorg en þurfti á sama tíma að sjá um allt sem tengdist andlátinu og skipuleggja jarðarförina. Meðal verkefna sem þessu fylgdu var að semja minningarorð um leikarann og sjá um að koma líkinu í vígða jörð. Þetta gerði umboðsmaðurinn einn án þess að fá nokkra aðstoð frá aðstandendum leikarans. Samkvæmt handritshöfundinum Kate Lener, sem var einn skjólstæðinga Chapin, þá var þetta kornið sem fyllti mælinn fyrir umboðsmanninn.

„Doug var látinn sjá um þetta allt, að skrifa ræðurnar í jarðarförina, hringja í líkhúsið, hann gerði þetta allt. Hann fékk nóg af Hollywood. Eftir að Matty dó sagði Doug við mig: Ég er hættur að hugsa um fullorðið vinnandi fólk. Ég held að andlát Matty hafi tekið verulega á hann. Þegar þú ert náinn manneskju með fíknisjúkdóm þá kemur tíminn þar sem þú hugsar: Ég er búinn, ég get ekki hjálpað þessari manneskju, hún er á braut sjálfseyðingar. Svo ég held að andlátið hafi verið dropinn sem fyllti mælinn og gerði að verkum að hann vill ekki gegna þessu starfi lengur.“

Lener tjáði sig við DailyMail og sagðist hafa skiptar skoðanir á aðstoðarmanni Perry, Kenny Iwamasa, sem bjó á heimili leikarans og hjálpaði honum meðal annars að sprauta sig með skammtinum sem varð leikaranum að bana.

„Þetta er flókið. Ég hef skiptar skoðanir á þessu. Ég get skilið að hann hafi orðið ringlaður í þessum aðstæðum þar sem hann þurfti að sækja ketamínið og taldi sig vera að hjálpa honum, að þetta væri læknismeðferð. Ég sé ekki fyrir mér að hann hafi viljandi ætlað sér að valda skaða.“

Iwamasa er meðal þeirra sem hafa verið ákærðir í tengslum við andlátið og þann 7. ágúst játaði aðstoðarmaðurinn að eiga hlut í þeirri atburðarás sem varð Perry að bana. Hann viðurkenndi að hafa ítrekað sprautað Perry með ketamíni, þó svo að Iwamasa sé ekki heilbrigðisstarfsmaður.

Um umboðsmanninn segir Lener að Chapin hafi staðið í þeirri trú að Perry væri að berjast gegn fíkni sinni. Umboðsmaðurinn hefði klárlega stigið inn í aðstæður hefði hann vitað raunverulegu stöðuna.

Fjórir aðrir hafa verið ákærðir. Þar er um að ræða tvo lækna, Mark Chavez og Salvador Plasencia. Chavez seldi Plasencia ketamín sem seldi það svo til Perry. Svo hefur fíkniefnasalinn Jasveen Sangha verið ákærð, en hún gengur undir nafninu ketamíndrottningin í undirheimum Hollywood. Loks er það kunningi leikarans sem heitir Erik Fleming. Öll eru talin hafa átt þátt í að leikarinn dó.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Óður frá hjarta íþróttamannsins til Ólympíuleika

Óður frá hjarta íþróttamannsins til Ólympíuleika
Fókus
Í gær

Bandaríkjamaður fann kassa af myndum frá Íslandi á sjötta áratugnum – Sýna Ísland í skemmtilegu ljósi

Bandaríkjamaður fann kassa af myndum frá Íslandi á sjötta áratugnum – Sýna Ísland í skemmtilegu ljósi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skyggna prinsessan og töfralæknirinn gifta sig – Norðmenn ekki lukkulegir

Skyggna prinsessan og töfralæknirinn gifta sig – Norðmenn ekki lukkulegir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Atvinnuboxarinn Valgerður Guðsteinsdóttir keppir í sögulegum bardaga á vegum UFC

Atvinnuboxarinn Valgerður Guðsteinsdóttir keppir í sögulegum bardaga á vegum UFC
Fókus
Fyrir 3 dögum

Miðar á Oasis fara í sölu um helgina – Þetta er miðaverðið

Miðar á Oasis fara í sölu um helgina – Þetta er miðaverðið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslendingar á meðal þeirra kvíðnustu við að leggja bíl í þröng stæði – Svona gerir þú það

Íslendingar á meðal þeirra kvíðnustu við að leggja bíl í þröng stæði – Svona gerir þú það