fbpx
Þriðjudagur 03.september 2024
433Sport

Líkur á að Aron Einar hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Þór í bili

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 3. september 2024 14:00

Aron Einar Gunnarsson / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum 433.is er líklegt að Aron Einar Gunnarsson hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Þór í bili.

Aron samdi við Þór á dögunum og hefur spilað síðustu leiki með liðinu í Lengjudeildinni.

Frá upphafi hefur verið planið að Aron fari á láni erlendis og verði þar í vetur, hann mætir svo aftur heim næsta vor og heldur áfram að spila með uppeldisfélaginu.

Aron er 35 ára gamall og hefur verið sterklega orðaður við Kortrijk í Belgíu þar sem Freyr Alexandersson er þjálfari liðsins.

Þá hafa lið í Katar sýnt því áhuga á að semja við Aron sem lék lengi vel með Al-Arabi þar í landi og hefur gott orðspor í boltanum þar eftir dvöl sína þar.

Aron Einar hefur nokkra daga til að semja við lið úti og búast forráðamenn Þórs við því að Aron fari út á allra næstu dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Magnaða Marta er nýjasta eiginkonan í enska boltanum – Strax mætt á forsíður enskra blaða

Magnaða Marta er nýjasta eiginkonan í enska boltanum – Strax mætt á forsíður enskra blaða
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Birtir myndir af áverkum sínum eftir að ráðist var á hann á heimili sínu – Ástæða árásarinnar furðuleg

Birtir myndir af áverkum sínum eftir að ráðist var á hann á heimili sínu – Ástæða árásarinnar furðuleg
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mætti í bol á fyrstu æfingu landsliðsins sem vekur upp mikla kátínu

Mætti í bol á fyrstu æfingu landsliðsins sem vekur upp mikla kátínu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mourinho réttir leikmanni Chelsea líflínu – Félagið vill hann burt í hvelli

Mourinho réttir leikmanni Chelsea líflínu – Félagið vill hann burt í hvelli
433Sport
Í gær

Jóhann Berg fær nýjan samherja í Sádí Arabíu – Ung markavél frá Englandi

Jóhann Berg fær nýjan samherja í Sádí Arabíu – Ung markavél frá Englandi
433Sport
Í gær

Líklegt byrjunarlið Íslands á föstudag – Kemur Gylfi Þór inn og verður Orri á bekknum?

Líklegt byrjunarlið Íslands á föstudag – Kemur Gylfi Þór inn og verður Orri á bekknum?