fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
433Sport

Líkur á að Aron Einar hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Þór í bili

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 3. september 2024 14:00

Aron Einar Gunnarsson / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum 433.is er líklegt að Aron Einar Gunnarsson hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Þór í bili.

Aron samdi við Þór á dögunum og hefur spilað síðustu leiki með liðinu í Lengjudeildinni.

Frá upphafi hefur verið planið að Aron fari á láni erlendis og verði þar í vetur, hann mætir svo aftur heim næsta vor og heldur áfram að spila með uppeldisfélaginu.

Aron er 35 ára gamall og hefur verið sterklega orðaður við Kortrijk í Belgíu þar sem Freyr Alexandersson er þjálfari liðsins.

Þá hafa lið í Katar sýnt því áhuga á að semja við Aron sem lék lengi vel með Al-Arabi þar í landi og hefur gott orðspor í boltanum þar eftir dvöl sína þar.

Aron Einar hefur nokkra daga til að semja við lið úti og búast forráðamenn Þórs við því að Aron fari út á allra næstu dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Viðræðurnar ganga vel – Annar á skömmum tíma sem yfirgefur Arsenal fyrir United

Viðræðurnar ganga vel – Annar á skömmum tíma sem yfirgefur Arsenal fyrir United
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arsenal notar Bruno Fernandes máli sínu til stuðnings

Arsenal notar Bruno Fernandes máli sínu til stuðnings
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Það versta í 17 ár

Það versta í 17 ár
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu lygilegt atvik: Vissi ekki að hann væri enn í beinni útsendingu og gerði þetta á meðan heimsbyggðin horfði

Sjáðu lygilegt atvik: Vissi ekki að hann væri enn í beinni útsendingu og gerði þetta á meðan heimsbyggðin horfði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Balotelli strax á förum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mynd af matnum sem var til sölu vekur óhug – „Myndi ekki gefa hundi þetta“

Mynd af matnum sem var til sölu vekur óhug – „Myndi ekki gefa hundi þetta“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Snýr aftur til Bandaríkjanna

Snýr aftur til Bandaríkjanna
433Sport
Í gær

Svona verða úrslitin í Reykjavíkurmótinu – Báðir leikir í Egilshöll

Svona verða úrslitin í Reykjavíkurmótinu – Báðir leikir í Egilshöll
433Sport
Í gær

Ronaldo og félagar virkja samtalið

Ronaldo og félagar virkja samtalið