fbpx
Þriðjudagur 11.mars 2025
Pressan

Segjast hafa búið til „loftslagsvænt smjör“ á tilraunastofu og það bragðist eins og „ekta smjör“

Pressan
Laugardaginn 14. september 2024 15:30

Smjör er rándýrt í Rússlandi þessa dagana.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Smjör búið til úr lofti en ekki mjólk! Getur það verið? Að minnsta kosti ef marka má það sem talsmenn bandaríska nýsköpunarfyrirtækisins Savor segja.

Savor, sem nýtur fjárstuðnings milljarðamæringsins Bill Gates, segir að smjör fyrirtækisins skilji eftir sig mun minni kolefnisspor en venjulegt smjör og þess utan þurfi ekki kýr til að framleiða það.

Fyrirtækið segist hafa fundið upp flókna aðferð til að framleiða smjör án þess að dýr komi við sögu og þess utan þá bragðist smjör þess alveg jafn vel og hefðbundið smjör.

Fyrirtækið hefur gert tilraunir með að framleiða mjólkurlausan ís, osta og mjólk með því að nota hitaefnafræðilegt ferli sem gerir því kleift að byggja fitusameindir, búa til keðjur koltvíoxíðs, vetnis og súrefnis.

Þetta virðist hafa tekist því fyrirtækið hefur tilkynnt að því hafi nú tekist að búa til smjör sem engar dýraafurðir eru notaðar í.

Ein af mikilvægustu aðgerðunum til að draga úr umhverfisáhrifum mannkynsins er að draga úr kjöt- og mjólkurneyslu því búfénaður leikur stórt hlutverk þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda.

Savor segir að smjör fyrirtækisins skilji miklu minni kolefnisspor eftir sig en venjulegt smjör eða innan við 0,8 grömm af CO2 á hvert kíló en ósaltað hefðbundið smjör, með 80% fitu, skilur eftir sig 16,9 kg CO2 á hvert kíló.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vísindamenn útskýra af hverju við höfum alltaf pláss fyrir eftirmat

Vísindamenn útskýra af hverju við höfum alltaf pláss fyrir eftirmat
Pressan
Í gær

Þetta þrennt kemur í veg fyrir ísmyndun í frystinum

Þetta þrennt kemur í veg fyrir ísmyndun í frystinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrsta manntalið í tæp 40 ár – Landsmönnum hafði fjölgað mikið miðað við síðustu áætlun

Fyrsta manntalið í tæp 40 ár – Landsmönnum hafði fjölgað mikið miðað við síðustu áætlun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Verður líklega dæmd í lífstíðarfangelsi eftir harmleik í barnaafmæli

Verður líklega dæmd í lífstíðarfangelsi eftir harmleik í barnaafmæli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ótrúleg mistök bankastarfsmanns – Millifærði 80 billjónir dollara

Ótrúleg mistök bankastarfsmanns – Millifærði 80 billjónir dollara
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gekk sallarólegur inn á lögreglustöð borðandi matinn sinn og játaði „það versta“

Gekk sallarólegur inn á lögreglustöð borðandi matinn sinn og játaði „það versta“