Þetta segir Medicool og listar upp fimm atriði sem er rétt að ljúka áður en fyrsti kaffibollinn er drukkinn.
Borðaðu fyrst – Það á ekki að drekka kaffi á fastandi maga því það getur virkjað stresshormóna á borð við kortisól og adrenalín og þeir geta raskað hormónajafnvæginu og meltingunni. Það er því bara að temja sér að borða áður en farið er í kaffidrykkju.
Neyttu prótíns og trefja – til að koma í veg fyrir sveiflur á blóðsykurmagninu er rétt að borða morgunmat sem inniheldur mikið af trefjum og prótíni. Það hjálpar til við að koma jafnvægi á blóðsykurmagnið og styrkir hæga og jafna orkulosun.
Forðastu vökvaskort – það er mikilvægt að fá sér vatnsglas að morgni til að tryggja að líkaminn fái nægan vökva. Þetta er mjög mikilvægt því líkaminn missir vökva yfir nóttina.
Bíddu með að drekka kaffi – til að halda hormónum í jafnvægi, áttu ekki að drekka kaffi fyrr en hálfri annarri klukkustund eftir að þú vaknar. Þetta hjálpar til við að halda kortisólmagninu í jafnvægi.
Farðu út – það getur bætt hormónajafnvægið og dægurryþmann að komast í snertingu við dagsbirtu. Dagsbirta og hreyfing geta styrkt orkustigið og tryggt að líkaminn halli sér að meiri hollustu.
Með því að fylgja þessum einföldu ráðum getur þú bætt morgunrútínuna þína og tryggt að dagurinn hefjist á besta mögulega hátt hvað varðar orku og vellíðan.