fbpx
Laugardagur 07.september 2024
Pressan

Skólastúlka fann 200 milljóna ára gömul fótspor risaeðlu

Pressan
Laugardaginn 7. september 2024 12:30

Risaeðluspor. Mynd:NHM London/Peter Falkingham

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ímyndaðu þér að þú sért á gangi eftir strönd og að þar finnir þú 200 milljóna ára gömul fótspor eftir risaeðlu. Þetta hljómar eiginlega eins og söguþráður í barnabók en fyrir hina 10 ára Tegan þá er þetta raunveruleikinn því hún fann slík spor á strönd í Wales.

Metro segir að Tegan hafi farið með Claire móður sinni á ströndina til að leita að steingervingum. Það er óhætt að segja að þær hafi veðjað hárrétt á hvar á ströndinni væri vænlegt til árangurs að leita að steingervingum.

Á svæðinu, sem þær völdu, koma fótspor eða bein í ljós á um fimm ára fresti. Til dæmis kom heil beinagrind 201 milljón ára gamallar dracoraptor risaeðlu í ljós þar 2014. Þetta var kjötæta, náskyld T-rex.

Tegan fann heil fimm fótspor og voru um 75 cm á milli þeirra. Þetta bendir til að þarna hafi töluvert stór risaðela gengið um.

„Við fórum bara þangað til að sjá hvort við myndum finna eitthvað, við áttum ekki von á að finna eitthvað. Við fundum þessar stóru holur sem líktust risaeðlufótsporum. Mamma tók myndir, sendi þær til safnsins og þetta reyndust vera fótspor eftir hálslanga risaeðlu,“ sagði Tegan.

Enn á eftir að staðfesta hvaða risaeðlutegund gekk þarna um og skildi fótsporin eftir sig en talið er að það hafi verið cameloti sem var risavaxinn jurtaæta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Aðvörunarbjöllurnar hringja á vinsælum ferðamannastað – „Krísa“

Aðvörunarbjöllurnar hringja á vinsælum ferðamannastað – „Krísa“
Pressan
Í gær

Fyrrum þingmaður repúblikana furðar sig á því að fólk tali ekki um lyktina af Trump

Fyrrum þingmaður repúblikana furðar sig á því að fólk tali ekki um lyktina af Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Brast í grát þegar hann hlustaði á vitnisburð fyrrum eiginkonu sinnar

Brast í grát þegar hann hlustaði á vitnisburð fyrrum eiginkonu sinnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvarf sporlaust af hjúkrunarheimili: Illa farið líkið fannst inni í skáp viku síðar

Hvarf sporlaust af hjúkrunarheimili: Illa farið líkið fannst inni í skáp viku síðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk lúffar – Forseti Brasilíu segir heiminn ekki þurfa að kyngja skoðunum Musk bara því hann er ríkur

Elon Musk lúffar – Forseti Brasilíu segir heiminn ekki þurfa að kyngja skoðunum Musk bara því hann er ríkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Upplýsingafulltrúi Hvíta hússins gáttuð á spurningu fréttamanns FOX um Kamala Harris – „Þessi spurning er galin“

Upplýsingafulltrúi Hvíta hússins gáttuð á spurningu fréttamanns FOX um Kamala Harris – „Þessi spurning er galin“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eldri hjón miður sín yfir því að besta vinkona þeirra þarf nú að mæta í leikskólann 2 daga í viku

Eldri hjón miður sín yfir því að besta vinkona þeirra þarf nú að mæta í leikskólann 2 daga í viku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ótrúlegustu bækur bannaðar í umdeildu bókabanni í Flórída – „Hver þremillinn?“

Ótrúlegustu bækur bannaðar í umdeildu bókabanni í Flórída – „Hver þremillinn?“