fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Hundruð hjóluðu allsber um Philadelphiu borg – Fyrir umhverfið og líkamsvirðingu

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 7. september 2024 18:00

Allsberrilingarnir voru flestir á reiðhjólum en aðrir fararskjótar voru leyfilegir. Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hundruð manns tóku þátt í árlegum nöktum hjólreiðatúr í borginni Philadelphia fyrir skemmstu. Skipuleggjendur segja að fólk þurfi ekki að vera alveg berrassað til að taka þátt, heldur aðeins eins allsbert og það þorir.

Hjólreiðatúrinn, sem kallast á ensku Philly Naked Bike Ride, fór fram laugardaginn 24. ágúst í miklu blíðviðri. Þetta var í fimmtánda skiptið sem túrinn er hjólaður, í fyrsta skiptið árið 2009 en viðburðinum var aflýst árið 2020 vegna covid faraldursins.

Að sögn fréttastofunnar AP tóku hundruð manns þátt, mis nakið. Flestir voru á reiðhjólum en aðrir fararskjótar, svo sem rúlluskautar, hjólabretti eða hlaupahjól eru einnig leyfilegir.

Viðburðurinn er haldinn til þess að kynna reiðhjól sem fararkost, en þau eru ekki nærri því jafn vinsæl í Bandaríkjunum og í Evrópu. Í Bandaríkjunum er staða einkabílsins mjög sterk.

Viðburðinum er einnig ætlað að auka vitund fólks um að líkamar séu alls konar og hvetja til þess að fólk sé ánægt í eigin skinni. Skipuleggjendur taka hins vegar sérstaklega fram að öll áreitni, kynferðileg eða önnur, sé stranglega bönnuð. Fyrstu árin var hjólað í september en viðburðurinn var færður fram í ágúst eftir að sumir þátttakendur kvörtuðu undan kulda.

Hjólaleiðinni er breytt á hverju ári en yfirleitt er hjólað fram hjá mörgum af helstu kennileitum Philadelphiu borgar. Í ár söfnuðust þátttakendur saman í Fairmount garðinum, þar sem kropparnir voru málaðir með líkamsmálningu. Þaðan var hjóluð um 19 kílómetra leið og endað í Drexel háskóla. Fjöldi manns fylgdist með og klappaði ákaft fyrir þessum huguðu hjólreiðamönnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
Fókus
Fyrir 3 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?