fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Pressan

Lögfróðir agndofa yfir ummælum Trump um helgina – „Ertu í alvörunni svona heimskur?“

Pressan
Mánudaginn 2. september 2024 15:00

Donald Trump.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsetaframbjóðandinn Donald Trump kom lögfróðum á óvart á sunnudaginn í viðtali við Fox fréttastofuna. Forsetinn ræddir þar um sakamál sem hefur verið  höfðað gegn honum út af meintum ólögmætum afskiptum af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2020. Trump ætlaði að koma sjálfum sér til varna en lögfróðir telja að hann hafi skotið sig rækilega í fótinn.

Trump montaði sig af því í viðtalinu að í hvert sinn sem hann er ákærður þá aukist fylgi hans.

„Hver hefur heyrt af því að fólk sé ákært fyrir ólögmæt afskipti af forsetakosningum, þegar það hafði fullan rétt á að gera slíkt, og að við ákæru hækki fylgi þess í skoðanakönnunum?,“ sagði Trump.

Þessi ummæli vöktu athygli lögfróðra, þar á meðal starfandi lögmanna, fyrrum saksóknara og fræðimanna sem lýstu furðu sinni á samfélagsmiðlum. Sumir sögðu að ummælin mætti ekki skilja öðruvísi en að forsetaframbjóðandinn væri að játa sök.

Ted Lieu, þing- og lögmaður, skrifaði á X [áður Twitter]: Kæri Donald Trump: „Ertu í alvörunni svona heimskur? Telur þú að Biden forseti hafi rétt á að skipta sér af forsetakosningunum í haust? Viltu að varaforsetinn Harris geri það sem þú reyndir að fá fyrrum varaforsetann Mike Pence til að gera? Ertu í alvörunni svona vitlaus? Við þetta má bæta að afskipti af kosningum eru ólögleg.“

Joyce Vance, fyrrum saksóknari og lagaprófessor, skrifar: „Það er ekkert til sem heitir rétturinn til að hafa afskipti af forsetakosningum. Hér er á ferðinni lágkúra illskunnar – Trump að fullyrða að hann geti ógilt vilja kjósenda til að lýsa yfir sigri í kosningum sem hann tapaði. Og hann mun gera þetta aftur. Við verðum að kjósa gegn honum með miklum yfirburðum.“

Fyrrum saksóknarinn Elizabeth de la Vega sagði hreinlega: „Haltu áfram að tala ingjaldsfíflið þitt,“ og aðspurð í athugasemd segir hún skýrt að ummæli Trump feli í sér játningu á saknæmri háttsemi.

Jennifer Taub, lagaprófessor sem kennir hjá bæði Yale-háskóla og Harvard, bendir saksóknurum í málunum gegn Trump á að skrifa niður viðtalið og leggja það fram í dómi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þýskt par myrti úkraínska flóttamenn til að stela kornabarni

Þýskt par myrti úkraínska flóttamenn til að stela kornabarni
Pressan
Í gær

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“ 

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“ 
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara fólk við að borða jólatré

Vara fólk við að borða jólatré
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Spámaður“ sem sá morðtilræðið við Trump fyrir með hryllilega spá

„Spámaður“ sem sá morðtilræðið við Trump fyrir með hryllilega spá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neðansjávareldfjall við Oregon gæti gosið á þessu ári

Neðansjávareldfjall við Oregon gæti gosið á þessu ári
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýstárlegt peningaþvætti mafíunnar – Pokémon

Nýstárlegt peningaþvætti mafíunnar – Pokémon