Magnús Valur Böðvarsson hefur sagt upp störfum sem vallarstjóri hjá KR. Frá þessu segir Kristján Óli Sigurðsson í Þungavigtinni.
Magnús hefur verið vallarstjóri á KR-vellinum síðustu ár en hann hætti störfum í Kópavogi þegar aðalvöllur Breiðabliks varð að gervigrasvelli.
Sögur hafa verið á kreiki um að KR sé að fara setja gervigras á aðalvöll félagsins eftir tímabilið.
Magnús er einn reyndasti vallarstjóri landsins og hefur í mörg ár starfað í þessum geira, óvíst er hvað hann er að fara að gera.
KR-ingar vilja fá gervigras á aðalvöll sinn og standa vonir til um að framkvæmdir fari af stað í haust.