fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Davíð Þorláksson: Verðmæti Keldnalandsins hefur þrefaldast – blómleg byggð og græn svæði væntanleg

Eyjan
Mánudaginn 2. september 2024 11:30

Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Keldnalandinu mun rísa 13 þúsund manna byggð, auk atvinnuhúsnæðis fyrir átta þúsund störf. Ríkið leggur Betri Samgöngum til Keldnalandið sem hluta af framlagi sínu til fjármögnunar samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Verðmæti landsins hefur nær þrefaldast, úr 15 milljörðum í 40 milljarða. Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna, er gestur Ólafs Arnarsonar, í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hlýða má á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Davíð Þorláksson - 4.mp4
play-sharp-fill

Eyjan - Davíð Þorláksson - 4.mp4

„Það eru ekki bara hækkanir fjárfestingarmegin. Ef við snúum peningnum við og skoðum hina hliðina, sem er fjármögnunarhliðin, þá eru góðar fréttir þar að verðmæti Keldnalandsins, sem er partur af fjármögnuninni, er að hækka úr 15 milljörðum í 40 milljarða, þannig að það er að þrefaldast,“ segir Davíð.

Hann segir fjármögnunina með þeim hætti að árlega komi bein framlög frá ríki og sveitarfélögunum. Frá og með næsta ári muni ríkið borga alls 6,8 milljarða á ári og sveitarfélögin tvo milljarða á ári, sem deilist niður á þau eftir íbúafjölda.

„Svo er gert ráð fyrir því að árið 2030 hefjist innheimta flýti-umferðargjalda. Svo er það ábatinn af Keldnalandinu, sem ríkið leggur okkur til, og við erum í þróunarferli í samstarfi við Reykjavíkurborg um íbúðabyggð þar sem geti búið um 13 þúsund manns og atvinnuhúsnæði sem geti rúmað um átta þúsund störf. Þar fórum við af stað fyrir tveimur árum með alþjóðlega þróunarsamkeppni og erum núna að vinna eftir henni. Þetta gekk mjög vel, er stærsta svona samkeppni sem haldin hefur verið á Íslandi mjög lengi, líklega síðan haldin var keppni um Vatnsmýrina, þar sem Reykjavíkurflugvöllur er.“

Að sögn Davíðs tóku 36 aðilar þátt í samkeppninni og fimm keppendur voru teknir á annað stig. „Þetta var nafnlaus keppni og í ljós kom að það var sænsk arkitektastofa, sem heitir Fojab, sem vann þá keppni og hefur búið til að okkar mati áhugavert konsept. Þetta má líka sjá á vefnum betrisamgongur.is, en við erum enn á byrjunarreit í skipulagsferlinu. Nú er verið að vinna rammahluta aðalskipulags Reykjavíkur fyrir svæðið. Á þeim grundvelli verður hægt að gera deiliskipulag, eða deiliskipulög, þannig að það er margt eftir í því ferli.“

Hann segist telja vel heppnað í vinningstillögunni hvernig passað sé upp á þau grænu svæði sem þarna eru. „Það er auðvitað Grafarvogurinn sjálfur, sem mikilvægt er að vernda, og svo eru þarna græn svæði, göngustígar, sem verða verndaðir áfram. Svo er þarna alveg einstakt svæði, sem heitir Kálfamói, sem er í raun skrúðgarður, þar hefur verið skógrækt með gríðarlegum fjölda plöntutegunda sem allt of fáir vita um. Áhugavert væri að leggja þar í gegn göngustíga til að fólk geti fengið að njóta hans,“ segir Davíð Þorláksson.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Hide picture