„Ohhhh þessi þráður er svooo að enda á DV,“ skrifaði karlmaður einn við færslu í Facebookhópnum Matartips í gærkvöldi.
Sennilega hafa fáar, jafnvel engin færsla, fengið jafn sterk viðbrögð og þessi en nær 500 létu sér líka við færsluna og um 200 athugasemdir höfðu verið skrifaðar við hana þegar hún vakti athygli DV.
„Finnst ykkur þessi svör frá Wolt vera bara í lagi? Að það sé „innan viðmiðunarmarka“ að sendillinn sé með matinn í bílnum sínum í 10 mínútur frá veitingastað áður en afhending á sér stað? Ég veit ekki með ykkur, en mér finnst þetta langt því frá í lagi og mun ekki panta aftur frá þeim í heimsendingu. Frekar fer ég sjálf og sæki hér eftir,“
skrifaði kona nokkur og birti með tvær myndir af samskiptum við Wolt. Í svari frá þjónustuveri Wolt má sjá að bílstjórinn var einnig með aðra matarpöntun meðferðis, varan hafi verið afhent á réttum tíma til konunnar, því miður sé ekki hægt að endurgreiða henni en viðkomandi muni sjá til þess að samstarfsaðili (veitingastaðurinn sem pantað var frá) verði látinn vita svo komast megi hjá því að þetta gerist aftur.
Konan hefur líklega gert ráð fyrir að matartipsarar myndu leggjast á vagninn með henni um að þetta væri óásættanleg þjónusta, en svo var alls ekki. Viðbrögðin voru nær öll á hinum vagninum, að það væri hreinlega eðlilegt að sendingin væri 10 mínútur á leiðinni til hennar. Konan hefur síðan fjarlægt færsluna úr hópnum.
„Maturinn er nú bara 10 min í bílnum hjá þér í að keyra heim. Meira hvað fólk getur vælt,“
skrifar einn og margir benda konunni á að 10 mínútur sé alveg ásættanlegur tími. Nokkrir benda á að pizzusendlar fari með margar sendingar í einu, aðrir benda á að ef sendlar hjá Wolt færu aðeins með eina sendingu í einu tæki það lengri tíma fyrir alla: að sækja og fara með eina sendingu, sækja þá næstu og fara með og svo koll af kolli.
„Menn þurfa að fá svigrúm til að hlýða umferðarreglum og fá svigrúm til að vera ekki í því starfsumhverfi að þeir séu hvattir, með beinum eða óbeinum hætti, til að aka of hratt um göturnar. 10 mínútur er algjörlega innan skekkjumarka og að pressa á að vera mikið fljótari en það er ekkert annað en öfga stressandi vinnuumhverfi. Stundum fara menn að auki með fleiri en eina sendingu í einu og það getur gerst að afhending fyrri sendingar tefjist að völdum kúnnans. Sem fyrrum pizzasendill þá voru margir kúnnar sem voru einstaklega duglegir að bora í nefið í 5 mínútur áður en komið var til dyra, helst þá látandi mann bíða úti í skítaveðri.“
Margir benda á að þeir séu lengur að sækja matinn ef þeir sækja hann sjálfir. Og vilja margir vita hvað konan búi langt frá staðnum sem hún pantaði frá.
„Já viltu svo láta okkur vita hvað þu varst lengi frá veitingastaðnum og heim? 10 min er nefnilega ekkert sérstaklega mikið,“ segir einn og annar svarar honum: „Ég efast um að hún sé lengur en 9 mínútur, svo þetta er auðvitað algerlega ótækt sko.“
„Hvað var að matnum? Bjóstu við að hann myndi vera jafn ferskur og ef þú myndir borða á staðnum? Bjóstu við að sendlar fari ekki með aðrar sendingar á sama tíma? Því það væri frekar kjánalegt að halda það.“
„Er staðurinn í 2 mín göngufjarlægð? Er ekki að skilja hneykslið yfir 10 mínútum? Flestar sendingar taka veeeel lengri tíma, traffík, ljósin, aðrar sendingar. Allavega hér er heimsins minnsta fiðla. “
„Jafnvel þó staðurinn væri í sömu götu á ég erfitt að ímynda mér að það tæki innan við 10 mín að bera hann til þín.“
„Það eru ýmsir staðir á höfuðborgarsvæðinu þar sem þú ert lengur á leiðinni en 10 mín. Hvernig finnst þér að Wolt eða aðrir eigi að afhenda þangað, ef þér finnst óhæfa að matur sé í hitatösku í 10 mínútur?“
„Væri gaman að sjá hvernig þér tækist til að fara með pöntun. Gott að reyna að setja sig í spor annarra. Reyna að sjá fyrir sér verkferlið, koma matnum útí bíl, taka posann með og kannski 3-4 panntanir, koma því fyrir í bílnum, loka hurðinni, setjast inní bíl spenna beltið, og guð má vita með umferðina…. Og öll!! Ljósin!! Mitt álit er að mér finnst það mjög frekt að kvarta yfir 10 mínútum….Vonandi sérðu þetta í betra ljósi á næstu mínútum.“
„Hvolpasveitin hefði verið átta mínútur til þín með matinn sko…“
„Þú sendir ekki mat með rafrænum hætti, þetta er maður á hjóli sko.“
Nokkrir benda konunni á að maturinn er keyrður heim til hennar og því geti sendilinn lent á rauðum ljósum og í umferð, matnum sé ekki teleportað til hennar:
„Er ekki soldið til mikils ætlast að wolt sendillinn geti teleportast heim til þín um leið og hann fær matinn í hendurnar. Hlýtur að taka tíma fyrir hann að keyra heim til þín.“
„Finnst ekkert að þessum tíma, sérstaklega þar sem að það er ekki búið að finna upp leið til að ‘teleporta’ matinn til þín…“
Margir spyrja konuna hvort þetta sé grín, aðrir segja hana að kafna úr frekju og nokkrir kalla hana Karen. Karen er slanguryrði sem vanalega er notað um hvítar konur af millistétt sem telja sig eiga rétt á einhverju fram yfir aðra eða krefjast einhvers fram yfir aðra.
„Jesús minn Karen…. færðu verki með þessu?“
„Það er ekki of seint að eyða þessu og skammast sín letisokkurinn þinn.“
„Ömm… elsku dúlla, hef þurft að bíða í hálftíma áður. Ég kvartaði ekki, virði það að hann var með aðrar pantanir í leiðinni eða jafnvel á undan mér, bara nákvæmlega eins og með Dominos og aðra staði. Það tók hann 10 mínutur að koma til þín, ekki vera frekja… heimurinn snýst ekki um þig.“
„Vá…lúxusvandamál much…þú þarft smá reality check ef þér finnst 10 mínútur vera nóg til þess að henda sér á netið og snapa athygli…“
„KRÆÆST , þetta hlýtur bara að vera djók og að setja þetta ekki anonymous. Beið í meira en klukkutima i gær væluskjóðan þín.“
„Þetta er alveg nýtt level af óþolinmæði!“
„Ég pantaði einu sinni dominos. Beið í 12 mínútur. Hringdi þá í Jens og hann sagði mér að hætta þessu væli.“
„Semsagt íslenska orðið yfir Karen er Elín.“
Einn bíður spenntur eftir að sögu konunnar verði gerð skil í fréttaskýringaþætti: „Já alveg furðulegt að hann var ekki kominn með matinn áður en hann var tilbúinn og hafi ekki komið með hann á þyrlu til þín, þú færð aldrei þessar 10 mín til baka. Ég bið spenntur eftir að saga þín verði sögð í Kompás á Stöð 2.“
Margir koma með eigin reynslusögur af því að panta með Wolt, í öllum tilvikum tók það mun lengri tíma að fá matinn heim en tíu mínútur. Hér eru þrjár þeirra:
„Þetta er ekki neitt! Ég pantaði hjá þeim 2svar í fyrra skiptið fékk ég engan mat því sendillinn fór í vitlaust hús í 2nnað skiptið þá skildi sendillinn matinn fyrir utan hurðina hjá nágrannanum mínum án þess að banka og hún kom með hann 2 tímum seinna þegar að hún fór út með ruslið.“
„Lenti einstaka sinnum í þessu, kvartaði og fékk næstum alltaf bætur. Sérstaklega leiðinlegt þegar sendillinn er að „afgreiða eldri pantanir“ og er einmitt stopp fyrir utan einhverja blokk í 10mín+. Þegar sendlar koma til mín, þá er ég tilbúinn og afhendingin tekur innan við mínútu.“
„Elskan mín einusinni var volt sendill með matinn minn á rúntinum yfir klukkutíma meðan hann skutlaði öðrum sendingum. Eg og stelpan mín 1 árs vorum mjög svöng og maturinn kom langt yfir háttatíma hennar ískaldur og óætur og svörin hjá þeim voru engin og ekki einusinni afsakið eða neitt en fékk endurgreytt fyrir helmingnum af pöntuninni. Það er eitthvað til að kvarta yfir, 10 min er bara mjöög gott fyrir volt.“
Margir eru hæstánægðir með skemmtilegar umræður:
„Takk fyrir að redda sunnudagskvöldinu mínu.“
„Eftir því sem ég les þetta oftar því fyndnara finnst mér þetta. Erum við að detta úr takt við raunveruleikann eftir því sem samfélagið þróast og gerir okkur auðveldara fyrir að njóta allskyns þæginda án þess að þurfa út fyrir hússins dyr?“
„Þetta er svo fyndið að ég tók mitt eigið skjáskot af samskiptunum… ef 10 mín er út úr korti þá á viðkomandi líklega heima við hliðina á staðnum sem bjó matinn til… hefði þá verið einfaldast að sækja hann bara gangandi!“
„Ertu búin að halda þessu sem þú talaðir við hjá Wolt inni í málinu? Búin að segja hvað öðrum fannst um 10 mínútna afhendingartímann? getur allavega látið vita núna að öllum hafi fundist þú með afar einkennilega kvörtun!“ segir ein kona.
„Þetta hlýtur að vera grínpóstur! Finnst þér 10 mínútur vera langur tími? Það hefur verið vel hlegið hjá Wolt eftir þessi skilaboð.“