fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Brynjar segir það list að vera leiðinlegur

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 2. september 2024 13:30

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er list að vera leiðinlegur. Veit ekki hvort hægt sé að kenna þá list í Listaháskólanum, en það eru kenndar margar ómerkilegri listgreinar þar á bæ,“

segir Brynjar Níelsson.

Segist hann vera sammála Ársæli Arnarssyni prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands sem heldur námskeið um þá list að vera leiðinlegt foreldri. Ársæll segir foreldra eiga að vera leiðinlegustu manneskjur sem börnin þeirra þekkja og segir feður ólíklegri til þess að segja nei og algengt að skólum sé kennt um leiðinlegar reglur á heimilinu.

„Leiðinlegir menn eru ekki bara nauðsynlegir þegar kemur að uppeldi barnanna. Leiðinlegir menn í stjórnmálum eru ekki síður mikilvægir. Það er nefnilega svo að vera foreldri og stjórnmálamaður er mjög svipað hlutverk. Það þarf að kunna og geta sagt nei, sem er lykilorð, og láta ekki undan þegar stappað er niður fótum í mestu frekjuköstunum. Stjórnmálamenn þurfa eins og foreldrar að vera samkvæmir sjálfum sér. Ekki kaupa sér frið á kostnað annarra. Vinsældarvagnahopp kemur á endanum í bakið á bæði foreldrum og stjórnmálamönnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Í gær

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Eldri kírópraktorstöð Gumma Kíró úrskurðuð gjaldþrota

Eldri kírópraktorstöð Gumma Kíró úrskurðuð gjaldþrota
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund