fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

„Ég myndi ekki vilja að dóttir mín væri í sambandi með manni eins og mér“

Fókus
Mánudaginn 2. september 2024 08:52

Steindór er nýjasti gestur Sterk saman.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steindór Þórarinsson er 45 ára faðir og markþjálfi. Hann er betur þekktur sem ADHD pabbi á samfélagsmiðlum. Hann er nýjasti gestur hlaðvarpsins Sterk saman.

Steindór er alinn upp í Hafnarfirði og var svokallað lyklabarn.

„Ég ólst upp í kringum viðburði og í Valhöll. Á meðan vinir mínir lásu Andrés önd þá las ég Samúel. Pabbi minn gaf út tímarit og við vinirnir vorum ríkir pabbastrákar, samt ekki eins og í Garðabænum, við þurftum að vinna fyrir okkar,“ segir hann.

Gekk illa í skóla

Skólagangan gekk illa og fékk Steindór alltaf að heyra að hann væri latur og nennti ekki að læra. Hann var alltaf í löngum samböndum en útskýrir að það hefur ekki verið auðvelt að vera í sambandi með honum.

„Ég myndi ekki vilja að dóttir mín væri í sambandi með manni eins og mér þó að ég sé góður strákur,“ segir hann.

Hann fór inn í samband með stelpu með ómeðhöndlaða áfallastreituröskun og mætti þeim með sinni ADHD hegðun og hvatvísi.

Fékk annað tækifæri

Þrítugur vaknaði hann með húðflúr á maganum: „Sex, drugs, rock and roll“.

„Ég var búinn að eignast son minn þá og fyrsta sem ég hugsaði var hvernig ég ætti að útskýra þetta fyrir honum. Ég og barnsmóðir mín hættum saman áður en hann varð eins árs svo tengslin urðu lítil því barnsmóðir mín var að vernda hann og hélt honum frá mér, sem ég skil,“ segir Steindór.

Hann fékk svo annað tækifæri þegar hann eignaðist dóttur sína og hefur vandað sig mikið í því hlutverki.

Byrjaði tólf ára í neyslu

Aðspurður hvort hann hafi farið að deyfa sig eða reyna að stjórna hausnum sjálfur með vímuefnum segir hann: „Ég fór bara í bullandi neyslu, byrjaði 12 ára.“

Vinahópnum var bannað að taka þátt í íþróttakeppnum á vegum grunnskóla bæjarins vegna slæmrar hegðunar en þeir pössuðu upp á þá sem voru með þeim í skóla. „Það var ekki einelti í skólanum okkar því við vildum það ekki.“

Steindór fór í Iðnskólann og var fljótur að komast í nemendafélagið. „Ég var ekki í skólanum til að læra, ég var fljótur að koma mér í nemendafélagið þar sem var verið að gera nemendaskírteini en ég fór að gera fölsuð skilríki og selja,“ segir Steindór og bætir við að hann hafi alltaf vantað einhverja spennu.

Kann að eignast peninga en ekki að eiga þá

Sautján ára gamall fór hann að vinna á veitingastað úti á landi og læra til kokks sem hefur fylgt honum meira og minna alla tíð síðan.

„Átján ára var ég með í að opna og reka skemmtistað, ég hef alltaf verið duglegur og kunnað að vinna og búa til peninga en aldrei kunnað að eiga þá.“

Hann átti marga vini sem voru tónlistarmenn, hann var ungur, í neyslu og vann sem kokkur á Prikinu líka.

„Stundum stóð á skiltinu þar sem réttur dagsins var, eldhúsið er lokað, kokkurinn er týndur.“ Steindór var hangandi með hættulegum mönnum og sá ljóta hluti.

Steindór er nýjasti gestur Sterk saman.

Krassaði í Noregi

Steindór flutti til Noregs með nýfæddri dóttur sína og kærustu, var edrú og ætlaði að byrja upp á nýtt. „Ég var allt í einu kominn yfir þrjá veitingastaði og að stofna annan stað svo ég fer að reykja aftur og krassa,“ segir hann.

Löngu áður en krakk varð þekkt hérlendis voru þeir, hann og vinir hans, að reykja það.

Munurinn á því hvernig hann vinnur í dag og hvernig hann gerði á þeim tíma er að hann þiggur aðstoð og ráðgjöf frá öðrum og passar að fara ekki fram úr sér eins og vaninn var.

Opinn við börnin

Steindór hefur tekið samtal við börnin sín varðandi fortíð sína og hvernig hann vildi að þau væru opin og hreinskilin.

„Ég veit að lífið gerist, ef börnin mín myndu lenda í aðstæðum þar sem þau væru óörugg, hrædd, hefðu tekið eiturlyf eða hvað sem er þá vil ég að þau geti hringt í mig. Ég kem og sæki,“ segir hann.

Lenti í röð áfalla

Steindór lenti í röð áfalla í lok 2021 sem höfðu mikil áhrif á hann. Hann fór í mikla sjálfsvinnu, horfði bara inn á við og vinna með heiðarleika gagnvart sjálfum sér og öðrum. Síðasta árið hefur verið magnað fyrir Steindór, hann hætti að horfa á alla aðra og horfði inn á við. Síðan þá hafa komið til hans mörg tækifæri og góðir vinir komið í líf hans.

Hlustaðu á þáttinn hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“