fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Ljósbrot valin besta Norræna kvikmyndin

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 2. september 2024 08:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á lokaathöfn kvikmyndahátíðarinnar í Ósló tilkynnti formaður dómnefndarinnar Jorunn Myklebust,  að íslenska kvikmyndin Ljósbrot hafi hlotið aðalverðlaun hátíðarinnar og verið valin besta Norræna kvikmyndin.

 „Ljósbrot fjallar um sorgina á fíngerðan og flókinn hátt. Á stuttum tíma fangar myndin fjölmargar tilfinningar eins og ást, umhyggju, reiði og afbrýðisemi.  Í gegnum þetta litróf tilfinninga, ná sérstaklega aðalkvenpersónurnar að tengjast og saman með þeim færist áhorfandinn í áttina að von sem sigrar óttann. Ljósbrot er hrá, líkamleg og húmanísk saga sem getur skapað tilfinningalegan hljómgrunn hjá öllum.“

Verðlaunin eru fimmtu alþjóðlegu kvikmyndaverðlaun Ljósbrots sem hefur farið sigurför um heiminn eftir að hafa hlotið standandi lófaklapp sem opnunarmynd á Kvikmyndahátíðinni í Cannes.  Ljósbrot hefur einnig verið valin í forval til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna og framundan eru fjölda kvikmyndahátíða . Þá hefur Ljósbrot einnig selst vel og mun fara í almennar sýningar um allan heim á næstunni.

Myndin gerist á fallegum vordegi þegar líf Unu snýst á hliðina á svipstundu og upphefst rússibanaferð tilfinninga. Þar sem mörkin milli hláturs og gráturs, fegurðar og sorgar, verða stundum óskýr. Með aðalhlutverk fara, Elín Hall, Katla Njálsdóttir, Mikael Kaaber,  Baldur Einarsson, Gunnar Kristjánsson og Ágúst Wigum.

 „Þessi velgengni Ljósbrots er búin að vera lyginni líkust. En svona kraftaverk gerast ekki af sjálfu sér. Við erum svo heppin að hafa ótrúlega hæfileikaríkan hóp leikara, frábæra listamenn og fagfólk. Og jarðveg sem einkaaðilar og stjórnvöld hafa verið að rækta undan farin ár. Við megum öll vera stolt,“ segir Rúnar Rúnarsson leikstjóri.

Rúnar Rúnarsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Í gær

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja
Fókus
Fyrir 3 dögum

Örlagarík reynslusaga Evu Gunnarsdóttur komin út – Hefur tekist á við mikla erfiðleika

Örlagarík reynslusaga Evu Gunnarsdóttur komin út – Hefur tekist á við mikla erfiðleika
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýfæddu tvíburarnir fengu óhefðbundin nöfn

Nýfæddu tvíburarnir fengu óhefðbundin nöfn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigmar um móður drengs sem kemur að lokuðum dyrum – „Öll fjölskyldan er í því að passa upp á að drengurinn deyi ekki“

Sigmar um móður drengs sem kemur að lokuðum dyrum – „Öll fjölskyldan er í því að passa upp á að drengurinn deyi ekki“