Metro segir að á ljósmyndum sem lögmaður hjónanna sýndi 8NewsNow sjáist leifar af því sem virðist vera lítill sporðdreki sem heldur um nærbuxur Michael.
„Ég vissi ekki hvað þetta var. Það var eins og ég hefði verið stunginn með beittum hníf eða gleri,“ sagði hann.
Lögmaður hans stefndi hótelinu í síðustu viku en Michael heldur því fram að bit sporðdrekans hafi valdið því að hann glími nú við áfallastreyturöskun og risvanda. Hann heldur því fram að kynlíf þeirra hjóna hafi beðið skaða af þessu.
Michael segir að starfsfólk hótelsins hafi ekki tekið málinu alvarlega, það hafi bara haldið um kynfæri sín og hlegið að þessu. Þetta hafi verið mjög vandræðalegt fyrir hann.
Í skýrslu frá Summerlin sjúkrahúsinu kemur fram að Michael hafi verið með eitrun eftir sporðdrekabit. Læknar við UCLA Medical Center segja að hann þjáist einnig af risvandamálum eftir bitið.
Hann krefst bóta fyrir lyfja- og læknakostnað, bæði fyrir útgjöld fram að þessu og framtíðarútgjöld, verki og þjáningar, andlegt álag, kvíða og missi lífsgæða.