fbpx
Mánudagur 02.september 2024
Pressan

Unglingar dæmdir í „einu hrottalegasta morðmálinu“ í Svíþjóð

Pressan
Mánudaginn 2. september 2024 07:00

Sænskir lögreglumenn við störf. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír unglingar og 22 ára karlmaður voru í síðustu viku sakfelldir fyrir aðild þeirra að tveimur hrottalegum morðmálum sem skóku sænskt samfélag.

Morðin eru meðal þeirra allra hrottalegustu sem hafa verið framin í Svíþjóð en þau voru framin nærri Stokkhólmi á rétt rúmlega sólarhring í október á síðasta ári. Aftonbladet skýrir frá þessu.

Fjölskyldufaðir var skotinn til bana á heimili sínu og eiginkona hans og dóttir voru einnig skotnar en sluppu lifandi. Daginn eftir voru tvær konur skotnar til bana í nærliggjandi hverfi.

17 ára piltur var dæmdur í 12 ára fangelsi fyrir aðild að morðunum 16 ára piltur var dæmdur í 10 ára fangelsi. 16 ára stúlka var dæmd til tveggja og hálfs árs vistunar á stofnun fyrir ungmenni. 22 ára karlmaður var dæmdur í 16 ára fangelsi.

Aftonbladet hefur eftir Sofia Jungstedt, saksóknara, að ef fullorðið fólk hefði verið að verki, hefði það verið dæmt í ævilangt fangelsi.

Líklega mistök

Málið fékk mikla athygli vegna þess hversu hrottaleg morðin voru og vegna ungs aldurs morðingjanna og það er einnig dæmi um hvernig ungt fólk er fengið til að fremja morð gegn greiðslu.

Morðin eru talin tengjast átökum glæpagengja en fólkið, sem var myrt, var líklega alsaklaust og ótengt glæpagengum en sænsk glæpagengi hafa barist á banaspjótum síðustu árin.

Fyrsta fórnarlambið, fertugur fjölskyldufaðir, var skotinn til bana að kvöldi 12. október. Hann var skotinn fyrir mistök af því að hann ber sama ættarnafn og meðlimur glæpagengis. 17 ára pilturinn, sem var 16 ára þegar morðið var framið, ruddist inn á heimili fjölskyldunnar í Västberga, sem er úthverfi Stokkhólms, og skaut manninn sem svaf í stofusófanum. Þá kom konan hans öskrandi niður stigann með tveggja ára dóttur þeirra í fanginu. Pilturinn, sem var vopnaður Kalashnikov riffli, bað hana um að snúa sér við og skaut hana síðan. Skotið fór í gegnum konuna og barnið en viðbragðsaðilum tókst að bjarga lífi þeirra en fjölskyldufaðirinn var látinn þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang.

Daginn eftir var tilkynnt um grunsamleg hljóð í einbýlishúsahverfi í Tullinge sem er tæplega 20 km frá Västberga. Þegar lögreglumenn komu á vettvang fundu þeir tvítuga konu, sem var í andarslitrunum, og konu á sextugsaldri sem var látin. Þriðja konan var ósærð en að vonum hafði hún orðið fyrir miklu áfalli.

Lögreglan komst síðar að því að elsta konan var í heimsókn hjá dóttur sinni og ætlaði að passa barnabörnin.

Hinar látnu höfðu engin tengsl við glæpagengi og höfðu aldrei komið við sögu lögreglunnar. En maður, sem er náskyldur félaga í glæpagengi, bjó einnig í húsinu en hann hefur ekki komið nálægt starfsemi glæpagengja.

Handtökur

17 ára pilturinn var handtekinn þegar lögreglan stöðvaði leigubíl sem hann var í þegar hann reyndi að flýja morðvettvanginn. Hann var ákærður fyrir þrjú morð og sjö morðtilraunir. Sá liður ákærunnar nær yfir aðra sem voru í húsunum tveimur. Pilturinn var dæmdur í 12 ára fangelsi.

16 ára pilturinn, sem var 15 ára þegar morðin voru framin, var ákærður fyrir að hafa pantað morðin og var hann dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir aðilda að þeim. 16 ára unnusta hans var ákærð fyrir aðild að morðunum með því að hafa séð um að flytja morðvopnin á milli staða. Hún mun dvelja á lokaðri stofnun fyrir ungmenni í tvö og hálft ár.

22 ára karlmaðurinn var ákærður fyrir að aðild að morðunum með því að hafa greitt fyrir leigubíl að og frá morðvettvöngunum. Hann var dæmdur í 16 ára fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Snarræði þjónustustúlkunnar batt enda á martröðina – „Líkamstjáning hennar öskraði á hjálp“

Snarræði þjónustustúlkunnar batt enda á martröðina – „Líkamstjáning hennar öskraði á hjálp“
Pressan
Í gær

Góð ástæða fyrir því að starfsfólk Nvidia vill ekki hætta þó sumir vinni alla daga vikunnar og jafnvel fram á nótt

Góð ástæða fyrir því að starfsfólk Nvidia vill ekki hætta þó sumir vinni alla daga vikunnar og jafnvel fram á nótt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Glímir við Parkinson og sýnir undraverð áhrif byltingarkennds lyfs – Magnað myndskeið

Glímir við Parkinson og sýnir undraverð áhrif byltingarkennds lyfs – Magnað myndskeið
Pressan
Fyrir 2 dögum

JD Vance heldur áfram að móðga konur – að þessu sinni kennara og lesbíur

JD Vance heldur áfram að móðga konur – að þessu sinni kennara og lesbíur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hreiðurgerð fugla varð ungum manni að bana

Hreiðurgerð fugla varð ungum manni að bana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þénar 1,2 milljónir á viku í starfi sem fáir vilja sinna

Þénar 1,2 milljónir á viku í starfi sem fáir vilja sinna