fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Fókus

Skyggna prinsessan og töfralæknirinn gifta sig – Norðmenn ekki lukkulegir

Fókus
Laugardaginn 31. ágúst 2024 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norska prinsessan Märtha Louise gengur að eiga unnusta sinn, bandaríska töfralæknirinn Durek Verret, í dag. Hátíðarhöldin hófust á fimmtudaginn þar sem gestir söfnuðust saman í móttöku sem var haldin á sögufrægu hóteli í bænum Alesund. Í gær færðu gestir sig svo yfir til Geiranger í Geirangerfirði sem er frægur fyrir náttúrufegurð sína og á skrá náttúruminjaskráar Unesco.

Parið trúlofaði sig árið 2022.

Märtha er elsta dóttir Haralds Noregskonungs. Hún er þó ekki krónprinsessa þar sem að konur gátu ekki erft krúnuna samkvæmt þeim lögum sem giltu er hún fæddist. Lögunum var breytt árið 1990 en gátu þó ekki tryggt henni krúnuna afturvirkt.

Prinsessan starfar ekki fyrir krúnuna og gegnir engum konunglegum skyldum. Hún er umdeild í heimalandinu, einkum fyrir að tala opinskátt um að vera skyggn og fyrir að nota prinsessu-titilinn sér til framdráttar. Hún tapaði titlinum „hin konunglega hátign“ árið 2002 þegar hún ákvað að hefja sjálfstæðan rekstur. Hún rak meðal annars skóla þar sem hún sagðist kenna nemendum að framkvæma kraftaverk og tala við engla.

Märtha var áður gift rithöfundinum Ari Behn og á með honum þrjár dætur. Þau skildu árið 2017.

Durek Verret er sjálftitlaður töfralæknir, eða sjaman. Hann er sjötta kynslóð fjölskyldu sinnar til að stunda töfralækningar. Hann hefur sagt í viðtali að hann hafi risið upp frá dauðum og að ættingi hafi spáð því þegar hann var ungur að hann myndi dag einn giftast norskri prinsessu.

Árið 2022 ákvað konungurinn að leyfa Märtha að halda prinsessu-titlinum en henni var þó meinað að nota titilinn til að markaðssetja sjálfa sig. Prinsessan var svo gagnrýnd í sumar fyrir að nota prinsessutitilinn til að kynna sérstakt gin sem hún er að framleiða í tilefni brúðkaupsins.

Norðmenn eru eins ósáttir við að parið ákvað að meina fjölmiðlum að mæta í brúðkaupið. Þau gerðu heldur sérstakan samning við tímaritið Hello sem fékk einkarétt að umfjölluninni. Eins mun parið vera að vinna að heimildarmynd með Netflix um líf þeirra og samband.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Rúmenski risinn þótti fullkomin geimvera – 231 sentímetrar á hæð og vakti furðu lækna

Rúmenski risinn þótti fullkomin geimvera – 231 sentímetrar á hæð og vakti furðu lækna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hann er 23 ára og hefur ferðast til 190 landa – Ísland á lista þeirra dýrustu – Mexíkó í toppsætinu þegar kemur að mat

Hann er 23 ára og hefur ferðast til 190 landa – Ísland á lista þeirra dýrustu – Mexíkó í toppsætinu þegar kemur að mat
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íhugaði að hætta að leika eftir fræga bikiníatriðið

Íhugaði að hætta að leika eftir fræga bikiníatriðið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hulda fékk „sturluð“ skilaboð um Þorstein frá ungum karlmanni

Hulda fékk „sturluð“ skilaboð um Þorstein frá ungum karlmanni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Snerting fær Gullna þumalinn

Snerting fær Gullna þumalinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vændiskona um óvænt kynlífstrend í verðbólgunni

Vændiskona um óvænt kynlífstrend í verðbólgunni