fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Fókus

Á írska að vera opinbert tungumál á Íslandi?

Jakob Snævar Ólafsson
Laugardaginn 31. ágúst 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkuð óvenjuleg spurning hefur verið sett fram á samfélagsmiðlinum Reddit en hún snýst um hvort það ætti að gera írsku, sem er einnig kölluð írsk gelíska, að opinberu tungumáli á Íslandi. Spurningin virðist úr lausu lofti gripin en hafa ber þó í huga að írsk og keltnesk áhrif í sögu Íslands hafa verið þó nokkur. Erfðafræðirannsóknir á genum Íslendinga hafa sýnt fram á að nokkuð er um írskan og skoskan uppruna og fyrir tveimur árum kom út bók Þorvaldar Friðrikssonar fornleifafræðings um keltnesk áhrif á íslenska sögu, til að mynda á örnefni. Einnig ber að minnast hinna svokölluðu Papa, sem voru írskir munkar og settust, samkvæmt íslenskum sagnariturum til að mynda Ara Fróða, að á Íslandi áður en það var byggt af norrænum mönnum en paparnir hurfu þá á braut. Þrátt fyrir þessi sögulegu tengsl er óhætt að segja að spurningin um hvort að írska eigi að vera opinbert tungumál á Íslandi hafi fengið dræmar viðtökur í athugasemdum.

Einstaklingurinn sem varpar fram spurningunni færir ekki mikil rök fyrir því hvers vegna írska eigi að vera opinbert tungumál á Íslandi en veltir einnig fyrir sér hvað Íslendingum finnist um söguleg tengsl Íslands og Írlands og sína írsku arfleið.

Einhverjir vísa í að það írska og skoska í genum Íslendinga komi frá írskum konum sem hafi til forna verið rænt og fluttar gegn vilja sínum til Íslands og að þess vegna hafi Íslendingar ekki alltaf horft jákvæðum augum á þessi sögulegu tengsl.

Fyrir 1000 árum

Einn einstaklingur segir að írska hafi verið töluð á Íslandi fyrir 1000 árum en ekki lengur og því sé engin ástæða til að gera hana að opinberu tungumáli á Íslandi.

Nokkrir sem skilja eftir ummæli vilja meina að aðilinn sem varpar spurningunni fram sé sérvitur og furðulegur og vísa í fyrri innlegg viðkomandi á Reddit því til stuðnings.

Sumir sem taka til máls vilja meina að hin sögulegu tengsl við Írland og keltnesk áhrif séu ekkert sérstaklega ofarlega í huga flestra Íslendinga.

Sá beinskeyttasti svarar spurningunni með eftirfarandi hætti:

„Af hverjum í ósköpunum ættu við að gera það? Okkar tungumál er líkara þeirri írsku sem töluð var á Írlandi fyrir 1000 árum en ykkar tungumál.“

Þarna er viðkomandi væntanlega að vísa til írsku eins og hún er í dag. Í kjölfar þessara ummælu upphófust umræður um uppruna írsku og íslensku sem verða ekki raktar hér.

Spurningin fékk litlar undirtektir en því má hins vegar velta upp að lokum hvort hún gefi ekki að minnsta kosti tilefni til þess að Íslendingar hugi meira að hinum sögulegu tengslum sínum við Írland og Íra.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Rúmenski risinn þótti fullkomin geimvera – 231 sentímetrar á hæð og vakti furðu lækna

Rúmenski risinn þótti fullkomin geimvera – 231 sentímetrar á hæð og vakti furðu lækna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hann er 23 ára og hefur ferðast til 190 landa – Ísland á lista þeirra dýrustu – Mexíkó í toppsætinu þegar kemur að mat

Hann er 23 ára og hefur ferðast til 190 landa – Ísland á lista þeirra dýrustu – Mexíkó í toppsætinu þegar kemur að mat
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íhugaði að hætta að leika eftir fræga bikiníatriðið

Íhugaði að hætta að leika eftir fræga bikiníatriðið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hulda fékk „sturluð“ skilaboð um Þorstein frá ungum karlmanni

Hulda fékk „sturluð“ skilaboð um Þorstein frá ungum karlmanni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Snerting fær Gullna þumalinn

Snerting fær Gullna þumalinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vændiskona um óvænt kynlífstrend í verðbólgunni

Vændiskona um óvænt kynlífstrend í verðbólgunni