fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Rýfur þögnina og skilur eftir sig tárvota aðdáendur: Segir dóttur þeirra finna á sér að eitthvað hafi gerst

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 30. ágúst 2024 14:29

Molly-Mae Hague. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikastjarnan Molly-Mae Hague opnar sig um lífið eftir sambandsslitin og meinta framhjáhaldsskandalinn sem skók netheima.

Molly-Mae var í sambandi með hnefaleikakappanum Tommy Fury. Þau kynntust í fimmtu þáttaröð af Love Island árið 2019 og lentu í öðru sæti. Þau eignuðust dóttur, Bambi, í janúar 2023 og trúlofuðust á Ibiza síðasta sumar.

Molly-Mae greindi frá því á Instagram þann 14. ágúst síðastliðinn að sambandi þeirra væri lokið og er óhætt að segja að mörgum aðdáendum hafi brugðið, enda voru þau eitt ástsælasta par raunveruleikaþáttanna.

„Eftir fimm ára samband hefði mér aldrei dottið í hug að saga okkar myndi enda, sérstaklega með þessum hætti. Mér þykir ótrúlega erfitt að tilkynna að samband okkar Tommy sé búið,“ sagði hún.

Háværar kjaftasögur hafa verið á kreiki um að Tommy hafi haldið framhjá Molly-Mae þegar hann var í ferðalagi með vinum sínum. Hann harðneitar öllum ásökunum um framhjáhald.

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Tommy TNT Fury (@tommyfury)

Molly-Mae hefur verið vinsæl á samfélagsmiðlum síðan hún kom fram í þáttunum og heldur úti YouTube-rás þar sem hún leyfir aðdáendum að fylgjast með daglegu lífi hennar.

Hún birti fyrsta myndbandið eftir sambandsslitin í gær og sagðist ekki ætla út í saumana á því sem gerðist, en ætlar samt að vera opin um líf sitt og erfiðleikana sem hún er að ganga í gegnum.

„Hann er pabbi hennar og ég mun alltaf bera virðingu fyrir honum,“ sagði hún.

Molly-Mae ræddi um líðan sína og dóttur sinnar undanfarnar tvær vikur. „Ég er frekar þreytt, er með smá kvef og hósta,“ sagði hún.

„Við höfum reyndar átt yndislegar tvær vikur saman. Mér finnst við svo nánar núna. Hún er reyndar með mig á heilanum, það er svolítið erfitt. Ég get hvorki farið á klósettið né yfirgefið herbergið án þess að hún fari að hágráta, sem er ekki beint það besta.

Ég held að hún sé með smá aðskilnaðarkvíða núna, hún finnur það alveg að það hafa átt sér stað einhverjar breytingar og að allt sé smá skrýtið núna. Ég finn alveg að hún tekur eftir þessu, sem er frekar áhugavert þar sem hún er bara barn, hún er ekki einu sinni orðin tveggja ára.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“