fbpx
Föstudagur 30.ágúst 2024
Fókus

Páll átti óvænta endurfundi eftir nærri hálfa öld – „Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið“

Fókus
Föstudaginn 30. ágúst 2024 13:30

Páll Magnússon Mynd: Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja og fyrrverandi útvarpsstjóri og alþingismaður sagði í gærkvöldi á Facebook-síðu sinni frá ferð í apótek sem endaði með óvæntum endurfundum hans við konu nokkra sem sagðist hafa hitt hann síðast fyrir hartnær hálfri öld:

„Lítil saga: Ég var að koma út úr apóteki í Reykjavík í gær, settist inn í bíl og startaði. Þá er bankað á rúðuna bílstjóramegin og fyrir utan stendur góðleg og gáfuleg kona. Ég renndi rúðunni niður og konan sagði: „Sæll Páll og afsakaðu – en ég hitti þig síðast fyrir nærri hálfri öld í búð niðri í miðbæ. Þú varst að kaupa þér skó og mér fannst svo fallegur kassinn sem var utan um þá og spurði hvort ég mætti eiga hann. Þú sagðir að það væri sjálfsagt mál, tókst skóna upp úr kassanum og réttir mér hann“.“

Páll virðist ekki hafa munað eftir atvikinu eða kannast mikið við konuna en hún vildi gefa honum gjöf í þakkarskyni:

„Að þessu sögðu dró konan upp lítinn bunka af kortum úr tösku sinni og rétti að mér: „Nú vil ég að þú veljir þér þrjú af þessum kortum sem ég málaði sem laun fyrir kassann.“ Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið en gerði þó eins og konan sagði. „Þetta er vel valið hjá þér“, sagði hún, „Og mér finnst gaman að geta launað þér kassann þótt seint sé,“ ,bætti hún við brosandi og kvaddi.

Með færslunni, sem sjá má hér að neðan, birtir Páll myndir af kortunum og segir að þau og hin ónefnda kona hafi gert daginn góðann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gerður í Blush malar gull – „Ótrúlega sátt með þetta allt saman“

Gerður í Blush malar gull – „Ótrúlega sátt með þetta allt saman“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bjuggu saman í húsvagni í byrjun sambandsins

Bjuggu saman í húsvagni í byrjun sambandsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var kölluð lygari en fær nú að segja sögu sína – Rænt og átti að vera seld til hæstbjóðanda

Var kölluð lygari en fær nú að segja sögu sína – Rænt og átti að vera seld til hæstbjóðanda
Fókus
Fyrir 3 dögum

Snerting fær Gullna þumalinn

Snerting fær Gullna þumalinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dísa íhugaði að flýja heimili sitt á laugardag – „Þetta er eins og að vera á skemmtistað í helvíti“

Dísa íhugaði að flýja heimili sitt á laugardag – „Þetta er eins og að vera á skemmtistað í helvíti“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinátta Brynju og Elsu lætur engan ósnortinn – „Elska þig. Svo er þetta líka trú vinátta“

Vinátta Brynju og Elsu lætur engan ósnortinn – „Elska þig. Svo er þetta líka trú vinátta“